Kjarnaskógur - umsókn um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi

Málsnúmer 2019080029

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 734. fundur - 08.08.2019

Erindi dagsett 2. ágúst 2019 þar sem Katrín Ásgrímsdóttir fyrir hönd Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi á byggingareit I, á athafnasvæði gróðrarstöðvarinnar í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Björn Sveinsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Bæjarráð - 3651. fundur - 05.09.2019

Erindi dagsett 20. ágúst 2019 frá Katrínu Ásgrímsdóttur fyrir hönd Sólskóga, þar sem óskað er eftir verulegri lækkun á gatnagerðargjöldum vegna byggingar gróðurhúss í gróðrarstöð Sólskóga, Kjarnaskógi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur eðlilegt að verða við erindi um lækkun gatnagerðargjalda vegna húsanna, sbr. heimild í grein 5.2. í gatnagerðargjaldskrá, enda er lóðin leigð til mjög takmarkaðra nota og takmarkaðs tíma og mannvirki sem á henni kunna að vera í lok leigutíma munu falla til bæjarins endurgjaldslaust. Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að gatnagerðargjald miðist við 1% af byggingarkostnaði vísitöluhúss og verði kr. 4.629.457.