Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

662. fundur 18. janúar 2018 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Viðburðir - götu- og torgsala 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvmeber 2017 þar sem Khattab Al Mohammed, kt. 010268-2659, sækir um endurnýjun á stöðuleyfis fyrir matsöluvagn í Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

2.Viðburðir - götu- og torgsala 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. júlí 2017 þar sem Kristján Atli Dýrfjörð sækir um stöðuleyfi fyrir söluvagn í Hafnarstræti eða við Ráðhústorg. Vagninn er merktur ferðaþjónustufyrirtækinu Via Tours. Vagninn mun mögulega verða færður niður á bryggju þegar skip koma. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram fylgigögn og upplýsingar sem farið er fram á að fylgi umsókn.

3.Viðburðir - götu- og torgsala 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2017 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson fyrir hönd GA Samvirkni ehf., kt. 630608-0740, sækir um stöðuleyfi fyrir pylsuvagninn við Sundlaug Akureyrar, vestan við íþróttahúsið við Laugargötu, fyrir árið 2018. Meðfylgjandi er starfsleyfi og samþykki Fasteigna Akureyrarbæjar.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

4.Viðburðir - götu- og torgsala 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2018 þar sem Thomas Piotr ehf., 581113-0720, sækir um endurnýjun stöðuleyfis fyrir pylsuvagn við Hafnarstræti.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

5.Laufásgata 1 - riftun samkomulags um viðbyggingu Strandgötu 53

Málsnúmer 2018010046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd Óss ehf., kt. 420190-2209, vill rifta samkomulagi um að viðbygging Strandgötu 53 standi á lóð nr. 1 við Laufásgötu. Sjá meðfylgjandi mynd.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu.

6.Draupnisgata 6 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018010135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2018 þar sem Gunnar Örn Erlingsson fyrir hönd Eignarhaldsfélagsins Krafts ehf., kt. 540601-2160, leggur inn fyrirspurn vegna breytinga á húsi nr. 6 við Draupnisgötu. Breytingin tekur til glugga og inngönguhurðar á verkstæði. Meðfylgjandi er greinargerð og skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingunum.

7.Heiðartún 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2018 þar sem Sandra Guðrún Harðardóttir, kt. 201288-2909, sækir um lóð nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið og setur þau skilyrði fyrir úthlutuninni að húsið verði grundað á súlum.

8.Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2018 þar sem Daníel Snorrason fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um leyfi til niðurrifs á léttum innveggjum, gömlum innréttingum og fleiru. Allt sem til fellur verður flokkað til Gámaþjónustu Norðurlands. Meðfylgjandi er samþykki nágranna fyrir stöðu losunargáms.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Daggarlundur 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017020114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. desember 2017 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson sendir inn breyttar teikningar af húsi nr. 1 við Daggarlund. Breytingarnar fela í sér mjókkun á hurð út úr baðherbergi og timburklæðning útveggja felld út. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 17. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Hjallalundur 16 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Kristjáns Elíss Jónassonar, kt. 270555-2849, og Ólafar Matthíasdóttur, kt. 230357-4639, sækir um leyfi fyrir geymslu í þakrými á húsi nr. 16 við Hjallalund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar, samþykki annarra eigenda í húsinu fyrir glugga, ásamt drögum að breyttum eignaskiptasamningi.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Gata norðurljósanna 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju orlofshúsi

Málsnúmer 2017110022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem Árni G. Kristjánsson fyrir hönd Starfsmannafélags Garðabæjar, kt. 711078-0109 sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 9 við Götu norðurljósanna í stað þess sem nú stendur. Meðfylgjandi eru teikningar efitr Árna G. Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 16. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

12.Strandgata 31 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017020010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 31 við Strandgötu. Sótt er um að breyta lýsingu á uppbyggingu geymsla, færa eldvarnarhurð og sorpgeymslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.