Laufásgata 1 - riftun samkomulags um viðbyggingu Strandgötu 53

Málsnúmer 2018010046

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 662. fundur - 18.01.2018

Erindi dagsett 22. desember 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd Óss ehf., kt. 420190-2209, vill rifta samkomulagi um að viðbygging Strandgötu 53 standi á lóð nr. 1 við Laufásgötu. Sjá meðfylgjandi mynd.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 673. fundur - 13.04.2018

Erindi dagsett 22. desember 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd Óss ehf., kt. 420190-2209, vill rifta samkomulagi um að viðbygging Strandgötu 53 standi á lóð nr. 1 við Laufásgötu. Sjá meðfylgjandi mynd.
Bygging þessi var byggð af fyrrverandi eigendum hússins á lóðinni Strandgata 53 og sem þá voru einnig eigendur og lóðarhafar að Lausfásgötu 1 að hluta til. Því má telja að eigendur lóðarinnar Laufásgata 1 hafi gefið fullt samþykki sitt og heimilað að bygging þessi væri byggð inn á lóð Laufásgötu 1 þó svo að hún væri skráð með því húsi sem hún var byggð við þ.e. Strandgötu 53. Byggingarnefnd samþykkti bygginguna á bráðbirgðaleyfi árið 1967 eða fyrir 51 ári. Má því telja að hún hafi áunnið sér hefð á þeim tíma og engin sérákvæði eru um hana í samþykktu deiliskipulagi sem gerir því ráð fyrir að hún standi áfram.Byggingarfulltrúi getur ekki orðið við erindinu þar sem deiliskipulag svæðisins heimilar ekki niðurrif hússins.