Strandgata 31 - fyrirspurn um stiga

Málsnúmer 2017020010

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 619. fundur - 09.02.2017

Erindi dagsett 30. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að setja stiga vestan á vesturgafl Strandgötu 31 m.a. vegna flóttaleiða af 2. hæð. Meðfylgjandi er teikning.
Staðgengill byggingarfulltrúa tekur jákvætt i erindið eins og það liggur fyrir.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 625. fundur - 23.03.2017

Erindi dagsett 2. mars 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um leyfi fyrir innanhússbreytingum á 2. hæð ásamt stiga vestan á vesturgafl húss nr. 31 við Strandgötu m.a. vegna flóttaleiða þaðan. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 2. mars 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 632. fundur - 26.05.2017

Erindi dagsett 15. maí 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um leyfi til að setja upp geymslur á 1. hæð húss nr. 31 við Strandgötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 639. fundur - 13.07.2017

Erindi dagsett 15. maí 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum til að setja upp geymslur á 1. hæð húss nr. 31 við Strandgötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 644. fundur - 31.08.2017

Erindi dagsett 29. ágúst 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um byggingarleyfi til að breyta geymsluhluta á 1. hæð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 662. fundur - 18.01.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 31 við Strandgötu. Sótt er um að breyta lýsingu á uppbyggingu geymsla, færa eldvarnarhurð og sorpgeymslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.