Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010064

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 662. fundur - 18.01.2018

Erindi dagsett 10. janúar 2018 þar sem Daníel Snorrason fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf. sækir um leyfi til niðurrifs á léttum innveggjum, gömlum innréttingum og fleiru. Allt sem til fellur verður flokkað til Gámaþjónustu Norðurlands. Meðfylgjandi er samþykki nágranna fyrir stöðu losunargáms.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um að leyfi til að útbúa 16 herbergja gistiheimili í húsi nr. 73 við Hafnarstræti ásamt neyðarstiga á norðurhlið og nýjum gluggum á vesturhlið. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar vegna þessa og fyrirhugaðra fleiri breytinga á húsinu.
Skipulagsráð tekur jákvæðtt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 664. fundur - 01.02.2018

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf. sækir um að leyfi til að setja glugga á vesturhlið, neyðarútganga á norðurhlið og gera breytingar og útbúa 16 eininga gistiheimili í húsi nr. 73 við Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 666. fundur - 15.02.2018

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf. sækir um að leyfi til að setja glugga á vesturhlið, neyðarútganga á norðurhlið og gera breytingar og útbúa 16 eininga gistiheimili í húsi nr. 73 við Hafnarstræti.

Innkomnar nýjar teikningar 8. febrúar 2018 þar sem gert er ráð fyrir undanþágu frá kröfu um lyftu í húsið.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar erindinu og óskar eftir umsögn samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra um erindið.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 01.03.2018

Staðgengill byggingarfulltrúa óskaði á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. febrúar 2018 eftir umsögn samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra á eftirfarandi erindi.

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um að leyfi til að setja glugga á vesturhlið, neyðarútganga á norðurhlið og gera breytingar og útbúa 16 eininga gistiheimili í húsi nr. 73 við Hafnarstræti. Innkomnar nýjar teikningar 8. febrúar 2018 þar sem gert er ráð fyrir undanþágu frá kröfu um lyftu í húsið.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra getur fyrir sitt leyti fallist á að byggingu lyftu í húsið sé frestað þar til fleiri breytingar verði gerðar.

Varðandi þau tvö herbergi sem eiga að vera fær hjólastólum þá krefst nefndin þess að þau rými verði stækkuð þannig að þau verði tveggja manna herbergi og uppfylli allar kröfur um algilda hönnun.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 671. fundur - 22.03.2018

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um leyfi til að setja glugga á vesturhlið, neyðarútganga á norðurhlið og gera breytingar og útbúa 16 eininga gistiheimili í húsi nr. 73 við Hafnarstræti samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónassonar. Innkomnar nýjar teikningar 21. mars 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 677. fundur - 09.05.2018

Erindi dagsett 2. maí 2018 þar sem Daníel Snorrason fyrir hönd Hótels Akureyri ehf., kt. 640912-0220, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 73 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Jónasson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.