Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

632. fundur 26. maí 2017 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Rangárvellir 2 - hús nr. 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. desember 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 8 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 23. maí 2017.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

2.Lækjargata 18 - umsókn um lóðarleigusamning

Málsnúmer 2017050038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Karen Alda Mikaelsdóttir sækir um að gerður verið lóðarleigusamningur fyrir hús nr. 18 við Lækjargötu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið og felur lóðarskrárrita að gefa út leigusamning í samræmi við deiliskipulag.

3.Aðalstræti 13 - fyrirspurn um svalir

Málsnúmer 2017050135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2017 þar sem Auðunn Níelsson leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fáist til að útbúa svalir með viðargólfi og handriði út frá efri hæð húss nr. 13 við Aðalstræti. Svaladyr eru þegar á norðurenda hússins ofan við inngang á fyrstu hæð. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og bendir umsækjanda á að hann þurfi að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands vegna aldurs hússins.

4.Strandgata 31 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017020010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um leyfi til að setja upp geymslur á 1. hæð húss nr. 31 við Strandgötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Sjafnarnes 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2016 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Sjafnarness ehf. sækir um byggingarleyfi á húsi nr. 2 við Sjafnarnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 16. maí og 23. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið en bendir umsækjanda á að undir steypustöðinni eru lagnir frá matshluta 02.

6.Goðanes 14 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Akurbergs ehf./GK2017 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 14 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 23. maí 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Matthíasarhagi 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Ingólfs Árna Björnssonar og Bryndísar Lindar Bryngeirsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 5 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Kaupvangsstræti 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2016 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar sækir um breytingar á húsum nr. 10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason. Innkomnar nýjar teikningar 19. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Glerárstífla II - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2017 þar sem Jónas Karlesson fyrir hönd Fallorku ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stíflumannvirki u.þ.b. 6 km ofan við hringtorg á Hlíðarbraut við Hlíðarfjallsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas Karlesson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:30.