Velferðarráð

1372. fundur 13. september 2023 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hólmgeir Karlsson
  • Guðbjörg Anna Björnsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Dagskrá
Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi F-lista og varamaður hennar Birgir Eyfjörð Torfason boðuðu forföll.

1.Viðauki vegna stuðnings- og stoðþjónustu

Málsnúmer 2023090453Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun stuðningsþjónustu og stoðþjónustu um upphæð kr. 29.428.000 vegna ársins.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður í stuðningsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

2.Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Málsnúmer 2023090450Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um þjónustu við börn og barnafjölskyldur.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að reglum til ungmennaráðs, samráðshóps um málefni fatlaðs fólks og fræðslu- og lýðheilsuráðs til umsagnar. Drögin eru einnig send Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppi til kynningar.

3.Reglur um stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2023090452Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um stuðningsfjölskyldur.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að reglum um stuðningsfjölskyldur til ungmennaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks til umsagnar. Drögin eru einnig send Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppi til kynningar.

4.Reglur um skammtímadvöl og frístundaþjónustu

Málsnúmer 2023090449Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um skammtímadvöl og frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur og Anna Einarsdóttir forstöðumaður skammtímaþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að reglum um stuðningsfjölskyldur til ungmennaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks til umsagnar. Drögin eru einnig send Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppi til kynningar.

5.Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023090345Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar endurskoðaðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar til öldungaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks til umsagnar.

6.Samningur um þjónustu við fatlað fólk í Eyjafirði

Málsnúmer 2023090320Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustsvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk. Drögin hafa nú þegar verið send til nágrannasveitarfélagana til umsagnar.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur sat fundin undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að samningnum um sameiginlegt þjónustusvæði í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks til umsagnar.

7.NPA - tímagjald 2023

Málsnúmer 2022090640Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. september 2023 til samþykktar með tillögu um hækkun tímagjalds í Notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) fyrir árið 2023.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillögu um hækkun tímagjalds í Notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir árið 2023.

8.Viðauki vegna NPA 2023

Málsnúmer 2023070203Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) um upphæð kr. 32,8 milljónir vegna ársins 2023.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um viðauka við fjárhagshagsáætlun og vísar beiðninni áfram til bæjarráðs.

9.Starfsáætlun velferðarsviðs 2023

Málsnúmer 2023011135Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun velferðarsviðs 2023-2024.

10.Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2023061032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fyrstu drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2024.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

11.Staða mála varðandi heimsendan mat

Málsnúmer 2023090302Vakta málsnúmer

Elsa María Guðmundsdóttir S-lista óskaði eftir umæðu um heimsendan mat frá velferðarsviði.

Í ljósi fréttar sem birtist nú í vor, þar sem rannsókn leiddi í ljós miklar líkur á vannæringu eldri borgara sem fá heimsendan mat. Þá hef ég áhuga á að fá umræðu um stöðu mála varðandi heimsenda matinn. Hvernig er eftirliti háttað varðandi samsetningu og næringarinnihald?

Fréttin birtist 22. júní í Vikublaðinu undir yfirskriftinni:" Ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu".

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista og Snæbjörn Guðjónsson V-lista bóka eftirfarandi:

Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að þrátt fyrir ætlaða hollustu og næringarinnihald matarbakkanna, þá þyrfti að fylgjast með næringarástandi þeirra eldri borgara sem nota þessa þjónustu Akureyrarbæjar. Slæmt næringarástand hefur í för með sér ýmsar afleiðingar sem geta hamlað lífsgæðum eldri borgara. Áhugavert væri að skoða aðra möguleika, t.d. að fólk ætti kost á að koma í matsalinn í Hlíð (Heilsuvernd) og borða hann á staðnum.


Fundi slitið - kl. 16:30.