Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023090345

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1372. fundur - 13.09.2023

Lagðar fram til kynningar endurskoðaðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar til öldungaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks til umsagnar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 4. fundur - 19.09.2023

Velferðarráð vísar til samráðshópsins nýjum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar til umsagnar.
Samráðshópurinn lýsir yfir ánægju sinni með reglurnar.

Öldungaráð - 31. fundur - 11.10.2023

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 13. september 2023:

Velferðarráð vísar drögum að reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar til öldungaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks til umsagnar.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á velferðarsviði og Bergdís Bjarkadóttir forstöðumaður í stuðningsþjónustu sátu fund öldungaráðs undir þessum lið.
Öldungaráð gerir ekki athugasemdir við drögin að reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1375. fundur - 25.10.2023

Lagðar fram að nýju reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Reglunum var vísað til umsagnar samráðshóps um málefni fatlaðs fólks og hann lýsir yfir ánægju sinni með reglurnar. Öldungaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3535. fundur - 31.10.2023

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 25. október 2023:

Lagðar fram að nýju reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Reglunum var vísað til umsagnar samráðshóps um málefni fatlaðs fólks og hann lýsir yfir ánægju sinni með reglurnar. Öldungaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.