Staða mála varðandi heimsendan mat

Málsnúmer 2023090302

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1372. fundur - 13.09.2023

Elsa María Guðmundsdóttir S-lista óskaði eftir umæðu um heimsendan mat frá velferðarsviði.

Í ljósi fréttar sem birtist nú í vor, þar sem rannsókn leiddi í ljós miklar líkur á vannæringu eldri borgara sem fá heimsendan mat. Þá hef ég áhuga á að fá umræðu um stöðu mála varðandi heimsenda matinn. Hvernig er eftirliti háttað varðandi samsetningu og næringarinnihald?

Fréttin birtist 22. júní í Vikublaðinu undir yfirskriftinni:" Ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu".

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista og Snæbjörn Guðjónsson V-lista bóka eftirfarandi:

Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að þrátt fyrir ætlaða hollustu og næringarinnihald matarbakkanna, þá þyrfti að fylgjast með næringarástandi þeirra eldri borgara sem nota þessa þjónustu Akureyrarbæjar. Slæmt næringarástand hefur í för með sér ýmsar afleiðingar sem geta hamlað lífsgæðum eldri borgara. Áhugavert væri að skoða aðra möguleika, t.d. að fólk ætti kost á að koma í matsalinn í Hlíð (Heilsuvernd) og borða hann á staðnum.