Reglur um stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2023090452

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 43. fundur - 04.09.2023

Ungmennaráð tók til umsagnar drög að reglum velferðarsviðs um stuðningsfjölskyldur. Þó nokkrar spurningar komu fram sem leitast var svara við hjá þjónustustjóra velferðarsviðs. Ungmennaráðið taldi svörin fullnægjandi og engar athugasemdir voru við breytingarnar eða skjalið í heild.
Ungmennaráð bókar að það vilji hvetja Akureyrarbæ til markvissari fræðslu til allra fjölskyldumeðlima, sérstaklega horft til systkina, sem ekki endilega þurfa á sama úrræði að halda og barnið sem er í vanda.

Velferðarráð - 1372. fundur - 13.09.2023

Lögð fram drög að reglum um stuðningsfjölskyldur.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að reglum um stuðningsfjölskyldur til ungmennaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks til umsagnar. Drögin eru einnig send Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppi til kynningar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 4. fundur - 19.09.2023

Velferðarráð vísar nýjum reglum um stuðningsfjölskyldur til samráðshópsins til umsagnar.
Samráðshópurinn lýsir yfir ánægju sinni með reglurnar.

Velferðarráð - 1374. fundur - 11.10.2023

Lagðar fram að nýju reglur um stuðningsfjölskyldur.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks skilaði umsögn um reglurnar og lýsti ánægju sinni með reglurnar.

Ungmennaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessu lið.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3536. fundur - 21.11.2023

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 11. október 2023:

Lagðar fram að nýju reglur um stuðningsfjölskyldur.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks skilaði umsögn um reglurnar og lýsti ánægju sinni með reglurnar.

Ungmennaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessu lið.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um stuðningsfjölskyldur með 11 samhljóða atkvæðum.