Velferðarráð

1365. fundur 22. febrúar 2023 kl. 14:00 - 15:53 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Reglur Akureyrarbæjar um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2023020910Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

2.Rafræn fræðslugátt fyrir starfsmenn velferðarsviðs

Málsnúmer 2023020863Vakta málsnúmer

Rafræn fræðslugátt fyrir starfsmenn velferðarsviðs kynnt. Verkefnið var unnið í samstarfi við Símey símenntunarmiðstöð.

Kristinn Már Torfson forstöðumaður, Kristín Birna Kristjánsdóttir verkefnastjóri og Ólafur Örn Torfason forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

3.NPA á Akureyri - almennt

Málsnúmer 2022020569Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 22. febrúar 2023 um stöðu Akureyrarbæjar gagnvart ríkinu vegna NPA samninga og um bið eftir þjónustu fyrir fólk með umfangsmiklar stuðningsþarfir.
Velferðarráð Akureyrarbæjar skorar á félags- og vinnumarkaðsráðherra að standa við yfirlýsingar um framlengingu samninga ríkisins um NPA (Notendastýrða persónulega aðstoð) við sveitarfélögin, þar sem einstaklingar bíða nú þegar eftir þjónustu og ekki hafa fengist svör um útdeilingu fjármagns vegna NPA samninga fyrir árið 2023.

Fundi slitið - kl. 15:53.