Velferðarráð

1321. fundur 03. júní 2020 kl. 14:00 - 16:06 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri öa
  • Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn er varða undirbúning stjórnkerfisbreytinga í velferðarþjónustu.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

2.Öldrunarþjónusta - biðlistar

Málsnúmer 2016020149Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Helga Guðrún Erlingsdóttir, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými í lok maí ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

3.Umsóknir ÖA 2018-2020 - Framkvæmdasjóður aldraðra

Málsnúmer 2018100450Vakta málsnúmer

Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA kynnti þrjú svarbréf dagsett 20. maí sl. frá Framkvæmdasjóði aldraðra þar sem samþykktar eru eftirfarandi styrkveitingar að upphæð alls kr. 5.395.166 vegna: 1. Endurnýjunar á raðhúsaíbúð kr. 2,4 milljónir í styrk en kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 6 milljónir. 2. Endurnýjun á bjöllu- og símakerfi kr. 3 milljónir en kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 7,5 milljónir. Þriðja umsóknin hlaut ekki stuðning og var hafnað, en þar var sótt um styrk vegna áframhaldandi breytinga á aðaleldhúsi.

4.Réttur til atvinnuleysisbóta og eða fjárhagsaðstoðar

Málsnúmer 2020050693Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað vegna atvinnuleysisbóta og/eða fjárhagsaðstoðar dagsett 15. maí 2020.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

5.Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

Málsnúmer 2020050512Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneyti varðandi stuðning við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 á tímum COVID-19.

6.Stuðningur til að efla virkni vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19

Málsnúmer 2020050513Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneyti varðandi stuðning vegna tómstundastarfs barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19.

7.Styrkur vegna þjónustu við fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19

Málsnúmer 2020060094Vakta málsnúmer

Sótt er um til félagsmálaráðuneytis vegna verkefnis sem snýr að aukinni félagslegri þátttöku fatlaðs fólks í sumar.

8.Beiðni um viðauka vegna búsetuþjónustu

Málsnúmer 2020050677Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir velferðarráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun 102-5660 er nemur kr. 10.805.000.

9.Styrkir velferðarráðs - ýmsar upplýsingar

Málsnúmer 2019050563Vakta málsnúmer

Farið yfir gildandi samninga og önnur gögn varðandi styrkveitingar velferðarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:06.