Velferðarráð

1240. fundur 16. nóvember 2016 kl. 14:00 - 17:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.CONNECT - verkefnið

Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer

Velferðarráð samþykkti á fundi sínum þann 19. október sl. að settir verði á fót vinnuhópar um velferðartækni á hverju sviði og var framkvæmdastjórum búsetudeildar, fjölskyldudeildar og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar falið að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópana og leggja fyrir næsta fund velferðarráðs.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópana. Hópurinn skal, í samráði við samskonar hópa annarra deilda, rýna fjármögnunar- og styrkmöguleika til verkefna á sviði velferðartækni.

Að ári liðnu verði framvindan metin og áherslur og vinnulag endurmetið.

Velferðarráð óskar eftir að framvinda vinnu hópanna verði kynnt á fundi ráðsins í febrúar 2017.

2.Velferðarráð - styrkir, reglur og upplýsingar

Málsnúmer 2016110085Vakta málsnúmer

Styrkveitingar velferðarráðs teknar til umræðu. Ekki hefur verið auglýst eftir styrkumsóknum á þessu ári eins og reglur um styrkveitingar Akureyrarkaupstaðar kveða á um, en fyrir liggja nokkrar óafgreiddar umsóknir.
Velferðarráð samþykkir að auglýsa eftir styrkumsóknum og að afgreiðsla þeirra fari fram á fundi ráðsins þann 21. desember nk.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umsagnar tillaga að aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, dagsett 26. október 2016.

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október sl. að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða. Til að nefndir og ráð geti tekið erindið fyrir á tveimur fundum ákvað skipulagsstjóri Akureyrar í samráði við formann nefndarinnar að umsagnarfrestur sé til föstudagsins 16. desember nk.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri Akureyrarbæjar kynnti drög að tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og mun Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar halda utan um ábendingar og athugasemdir og leggja fyrir fund ráðsins þann 7. desember nk.

4.Málefni fatlaðra

Málsnúmer 2016110019Vakta málsnúmer

Lagður fyrir 5. liður úr viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 27. október 2016.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Plastiðjan Bjarg og úrræði fyrir fötluð börn yfir sumartímann

Málsnúmer 2016110020Vakta málsnúmer

Lagður fyrir 10. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 27. október 2016.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

6.Plastiðjan Bjarg og úrræði fyrir fötluð börn yfir sumartímann

Málsnúmer 2016110020Vakta málsnúmer

Lagður fyrir 12. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 27. október sl. sem vísað var til velferðarráðs á fundi bæjarráðs þann 3. nóvember sl.
Velferðarráð þakkar þær ábendingar sem fram koma í bókuninni frá viðtalstíma bæjarfulltrúa og felur framkvæmdastjóra búsetudeildar að fara yfir málið með fulltrúum samfélags- og mannréttindadeildar og svara fyrirspurninni.

7.Búsetudeild - gjaldskrár 2017

Málsnúmer 2016100191Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá Heimaþjónustu Akureyrarbæjar frá 1. janúar 2017. Gert er ráð fyrir hækkun gjalds fyrir heimaþjónustu úr kr. 1.200 á klst. í kr. 1.320 og heimsendan mat úr kr. 1.150 í kr. 1.320. Að auki er lagt til að gjald kr. 1.320 á klst. verði tekið upp fyrir erindarekstur. Viðmið um hámarksgreiðslur verði fyrir 10 klst. á mánuði í stað 2 klst. á viku.
Velferðarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar áfram til bæjarráðs.

8.Fjölskyldudeild - einstaklingsmál 2016

Málsnúmer 2016020003Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild gerði grein fyrir stöðu í einstaklingsmáli.

Anna Bryndís Sigurðardóttir sérfræðingur á fjölskyldudeild og Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla einstaklingsmála er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

9.Undanþága frá reglum um leiguhúsnæði 2016 - áfrýjanir

Málsnúmer 2016100006Vakta málsnúmer

Erindi vegna undanþágu frá reglum um leiguhúsnæði Akureyrarbæjar tekið fyrir að nýju. Var áður á dagskrá velferðarráðs þann 5. október sl.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild, Anna Bryndís Sigurðardóttir sérfræðingur á fjölskyldudeild og Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Erindið og afgreiðsla þess eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

10.Fjárhagsaðstoð 2016

Málsnúmer 2016010029Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild kynnti niðurstöðu greiningar á fjárhagsaðstoð fyrir septembermánuð 2016.

Anna Bryndís Sigurðardóttir sérfræðingur á fjölskyldudeild og Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Sigríður Huld Jónsdóttir kvaddi starfsfólk og samnefndarmenn að fundi loknum og þakkaði fyrir gott samstarf á liðnum árum þar sem þetta væri hennar síðasti fundur sem formaður velferðarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:45.