Óshólmanefnd 2022 - 2026

Málsnúmer 2022080342

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 122. fundur - 16.08.2022

Skipun fulltrúa í óshólmanefnd.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Hólmgeir Karlsson og Ólaf Kjartansson í óshólmanefnd.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 133. fundur - 21.02.2023

Fundargerðir óshólmanefndar dagsettar 28. mars 2022, 30. nóvember 2022 og 7. desember 2022 lagðar fram til kynningar.

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/Osholmanefnd
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að unnið verði minnisblað um þær aðgerðir sem farið hefur verið í á síðastliðnum tveimur árum varðandi endurheimt votlendis á óshólmasvæðinu við Brunná og hvort fyrirhugaðar séu frekari aðgerðir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 136. fundur - 28.03.2023

Minnisblöð um óshólmasvæðið frá 19. janúar 2022 og 19. ágúst 2022.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsfólki umhverfis- og mannvirkjasviðs að koma framlögðum minnisblöðum á framfæri við óshólmanefnd ásamt uppýsingum um fyrirhugaðar aðgerðir á árinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 138. fundur - 02.05.2023

Fundargerð óshólmanefndar dagsett 4. apríl 2023 lögð fram til kynningar. https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/Osholmanefnd

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum umhverfis- og mannvirkjasviðs að hafa samband við hlutaðeigandi og afla upplýsinga um næstu skref í samræmi við umræður á fundinum með það í huga að stilla hæð þröskulds í Brunná til að endurheimta votlendi eins og kostur er.