Sparkvellir við grunnskóla - endurnýjun á gervigrasi 2022

Málsnúmer 2021120731

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 111. fundur - 17.12.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2021 varðandi útboð framkvæmda við sparkvelli við Glerárskóla, Síðuskóla og Naustaskóla.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 112. fundur - 21.01.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi opnun tilboða í framkvæmdir við sparkvelli við Glerárskóla, Síðuskóla og Naustaskóla. Sex tilboð bárust frá þremur aðilum.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Altis ehf. um kaup og skipti á gervigrasinu.