Samkomulag við Meindýravarnir Eyjafjarðar

Málsnúmer 2021040669

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 98. fundur - 16.04.2021

Lögð fram drög að samningi dagsettum 15. apríl 2021 við Meindýravarnir Eyjafjarðar varðandi meindýravarnir á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- mannvirkjaráð samþykkir drögin og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpdeildar að vinna málið áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 112. fundur - 21.01.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi framlengingu á samningi um meindýravarnir.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samning við Meindýravarnir Eyjafjarðar um meindýravarnir til tveggja ára.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 155. fundur - 06.02.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 2. febrúar 2024 varðandi framlengingu á samningi við Meindýravarnir Eyjafjarðar til næstu tveggja ára.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samninginn til tveggja ára.