Umhverfis- og mannvirkjaráð

8. fundur 07. apríl 2017 kl. 08:15 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður tæknideildar
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir Forstöðumaður rekstrardeildar
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Þorsteins Hlyns Jónssonar.

1.Slökkvilið Akureyrar - gjaldskrá 2017

2016120137

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og lagði fram gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akureyrar fyrir árið 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.

2.Slökkvilið - beiðni um kaup á bílum

2017040039

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og lagði fram beiðni frá Slökkviliði Akureyrar um endurnýjun á tveimur þjónustubifreiðum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir bílakaup að upphæð 10 milljónir króna og felur slökkviliðsstjóra að vinna að málinu ásamt sviðsstjóra.

3.Búnaðarkaup fyrir skóla og leikskóla - óskir fræðslusviðs um aðkomu umhverfis- og mannvirkjasviðs að endurnýjun búnaðar

2017030585

Lagt fram erindi dagsett 16. mars 2017 frá fræðsluráði þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í skólum og leikskólum á árinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir búnaðarkaup að upphæð 22 milljónir króna.

4.Endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar

2012090204

Tekin fyrir beiðni frá frístundarráði um aðkomu að búnaðarkaupum fyrir leiksvæði í garði Sundlaugar Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir búnaðarkaup að upphæð 12 milljónir króna.

5.Beiðni um kaup á IKARUS strætisvagni - Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar ehf

2017040030

Lagt fram minnisblað dagsett 5. apríl 2017 vegna beiðni frá Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar ehf í Grímsey um að kaupa gamla IKARUS strætisvagninn JH-497.
Umhverfis- og mannvirkjaráð getur ekki orðið við erindinu en samþykkir að auglýsa vagninn til sölu.

6.Umhverfis- og mannvirkjasvið - fjárhagsáætlun 2017

2017030590

Lagt fram minnisblað dagsett 29. mars 2017 um forgangsröðun á viðhaldsverkefnum gatna á árinu 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða forgangsröðun á viðhaldi malbikaðra gatna.

7.LED götulýsingarlampar - útboð

2016120069

Víkingur Guðmundsson verkefnastjóri á umhverfis- og mannvirkjasviði mætti á fundinn og lagði fram kostnaðaráætlun og forgangsröðun vegna skiptingar á götulýsingu úr kvikasilfri yfir í LED lýsingu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða forgangsröðun á endurnýjun á götulýsingu.

8.Hrísey - deiliskipulag hafnarsvæðis

2017020167

Lagt fram til kynningar nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í Hrísey ásamt kostnaðarmati vegna breytinganna dagsett 24. janúar 2017.

9.Ferliþjónusta - gjaldskrá 2017

2017040022

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2017 vegna gjaldskrár ferliþjónustu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar breytingum á gjaldskrá til umsagnar í velferðarráði.

10.Almennar íbúðir - lög nr. 52/2016 - stofnframlag

2016060056

Lögð fram til kynningar skýrslan Húsnæðisáætlun og stofnframlög dagsett 9. febrúar 2017 sem unnin var af verkefnahóp um aðkomu Akureyrarbæjar að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu.

11.Ljósvistarskipulag Akureyrar

2016080002

Lögð fram skýrsla um ljósvistarskipulag fyrir Akureyrarbæ. Skýrslan er unnin af framkvæmdadeild og verkfræðistofunni Verkís.

Víkingur Guðmundsson verkefnastjóri á umhverfis- og mannvirkjasviði sat fundinn undir þessum lið.

12.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

2015030205

Lagðar fram til kynningar niðurstöður verðkönnunar vegna ásetningar fargs á lóðina. Alls bárust tilboð frá fjórum verktökum í verkið ásamt 3 frávikstilboðum:

Finnur ehf
kr. 12.803.700

Finnur ehf, frávikst. kr. 8.201.850

GV gröfur
kr. 12.925.640

GV gröfur frávikst. 1
kr. 9.755.200

GV gröfur frávikst. 2
kr. 10.974.600

Skútaberg
kr. 13.108.550

G.Hjálmarsson
kr. 10.974.600
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við G.Hjálmarsson hf á grundvelli tilboðs.

Fundi slitið - kl. 10:40.