Ljósvistarskipulag Akureyrar

Málsnúmer 2016080002

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Erindi dagsett 15. júlí 2016 frá Víkingi Guðmundssyni þar sem hann fyrir hönd framkvæmdadeildar leggur fram skýrslu um Ljósvistarskipulag Akureyrar sem framkvæmdadeild hefur unnið að með verkfræðistofunni Verkís. Á fundinn komu Víkingur Guðmundsson og Helgi Már Pálsson frá framkvæmdadeild og Kjartan Jónsson frá Verkís og kynntu skýrsluna.

Óskað er eftir umfjöllun skipulagsnefndar um skipulagið. Fulltrúi Verkís mætti á fundinn og kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúa Verkís fyrir kynninguna.

Framkvæmdaráð - 334. fundur - 07.09.2016

Lögð fram til kynningar skýrsla um ljósvistarskipulag fyrir Akureyrarbæ. Skýrslan er unnin af framkvæmdadeild og verkfræðistofunni Verkís.

Kjartan Jónsson starfsmaður Verkís mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar Kjartani áhugaverða kynningu og leggur til að ljósvistarskipulagið verði hluti af aðalskipulagi og vísar málinu til skipulagsnefndar.
Ingibjörg Ólöf Isaksen og Hermann Ingi Arason véku af fundi kl. 16:02.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 8. fundur - 07.04.2017

Lögð fram skýrsla um ljósvistarskipulag fyrir Akureyrarbæ. Skýrslan er unnin af framkvæmdadeild og verkfræðistofunni Verkís.

Víkingur Guðmundsson verkefnastjóri á umhverfis- og mannvirkjasviði sat fundinn undir þessum lið.