Stjórn Akureyrarstofu

187. fundur 06. maí 2015 kl. 15:00 - 16:45 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
Starfsmenn
  • Skúli Gautason framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Gásakaupstaður 2015

Málsnúmer 2015050010Vakta málsnúmer

Kristín Sóley Björnsdóttir og Haraldur Þór Egilsson komu á fundinn og kynntu málefni Gásakaupstaðar ses.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Kristínu Sóleyju og Haraldi Þór fyrir komuna.
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista vék af fundi kl. 15:45.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti á fundinn kl. 16:00.

2.Laxdalshús - útleiga

Málsnúmer 2015010247Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 4. febrúar 2015 frá Maríu Jónu Jónsdóttur og Hallgrími Ingólfssyni með hugmyndum um nýtingu á Laxdalshúsi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að ganga til viðræðna við Maríu Jónu Jónsdóttur og Hallgrím Ingólfsson í samræmi við umræður á fundinum og með vísan í auglýsingu um útleigu hússins.

3.Móttaka ferðamanna í Akureyrarkirkju

Málsnúmer 2015050018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Akureyrarkirkju dagsett 29. apríl 2015 um móttöku ferðamanna í Akureyrarkirkju.

4.Útþrá eftir Listakonuna í Fjörunni - tillaga að útilistaverki

Málsnúmer 2015030117Vakta málsnúmer

Beiðni um að verk eftir Elísabetu Geirmundsdóttur verði steypt í brons.
Afgreiðslu erindisins frestað.

Fundi slitið - kl. 16:45.