Stjórn Akureyrarstofu

177. fundur 27. nóvember 2014 kl. 16:15 - 18:15 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Elvar Smári Sævarsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Skúli Gautason fundarritari
Dagskrá

1.Ferðamálastefna

2014110220

María Helena Tryggvadóttir fulltrúi ferðamála hjá Akureyrarstofu og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir atvinnumálafulltrúi mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu drög að gerð ferðamálastefnu fyrir Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Maríu Helenu og Albertínu fyrir kynninguna.

2.Staða sameiningarferlis

2014110221

Sigurður Kristinsson stjórnarformaður Menningarfélags Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála í sameiningarferli aðildarfélaganna þriggja.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigurði fyrir greinargóðar upplýsingar.

3.Innrétting geymslu í Hofi

2014110223

Menningarfélag Akureyrar hefur óskað eftir því að geymslu í kjallara Hofs verði komið í það horf að hægt verði að nýta hana í stað rýmis í Sjafnarhúsinu sem Leikfélag Akureyrar hefur haft á leigu um hríð. Stjórnendum Menningarfélagsins er ljóst að verði farið í slíkar breytingar hækkar leiga á rýminu til Menningarfélagsins.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að kanna kostnað við þær breytingar sem Menningarfélagið óskar eftir.

4.Hús í umsjón Akureyrarstofu

2014110222

Akureyrarstofa hefur á sinni könnu nokkur hús sem talin eru hafa menningarsögulegt gildi, þ.m.t. Gudmans Minde, Sigurhæðir, Davíðshús og Laxdalshús.

Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því við framkvæmdastjóra að gert verði yfirlit yfir það húsnæði sem Akureyrarstofa hefur yfirumsjón með.

Þar verði tilgreint hvaða starfsemi sé í hverju þeirra, hvaða samningar séu í gildi um hvert þeirra, hvaða kostnað Akureyrarstofa beri af hverju þeirra, hvaða tekjur hvert þeirra gefi af sér og hvaða hugmyndir séu uppi um notkunarmöguleika.

5.Náttúrugripasafn Akureyrar

2014100066

Safnkostur Náttúrugripasafns Akureyrar hefur legið í geymslu í allnokkur ár.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að fá fagaðila til að meta ástand safnsins og kanna möguleika á því að koma því í ódýrari geymslu í samráði við framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar hið fyrsta.

6.Fjárhagsáætlun 2015 - Akureyrarstofa

2014090261

Lokaumræða um fjárhagsáætlun Akureyrarstofu fyrir árið 2015.

Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun til umræðu í bæjarráði.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárhagsáætlun.

7.Tilnefningar í Listasafnsráð

2014110244

Forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri hefur tilnefnt þrjá menn í Listasafnsráð.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Arndísi Bergsdóttur, kt. 050168-4259, Helgu Björgu Jónasardóttur, kt. 190268-5199 og Joris Rademaker, kt. 041058-3239, í Listasafnsráð skv. tillögum forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvarinnar.


Fundi slitið - kl. 18:15.