Náttúrugripasafn Akureyrar

Málsnúmer 2014100066

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 172. fundur - 02.10.2014

Málefni Náttúrugripasafnsins rædd.

 

Stjórn Akureyrarstofu - 177. fundur - 27.11.2014

Safnkostur Náttúrugripasafns Akureyrar hefur legið í geymslu í allnokkur ár.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að fá fagaðila til að meta ástand safnsins og kanna möguleika á því að koma því í ódýrari geymslu í samráði við framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar hið fyrsta.

Stjórn Akureyrarstofu - 182. fundur - 26.02.2015

Umræður um Náttúrugripasafn Akureyrar.
Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að vinna að framtíðarfyrirkomulagi fyrir Náttúrugripasafn Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu - 198. fundur - 05.11.2015

Rætt um málefni safnsins og þeirra gripa sem áhugafólk í Hrísey hefur áhuga á að flytja þangað. Lögð fram áætlun um næstu skref.
Stjórn Akureyrarstofu telur að áður en tekin verður endanleg ákvörðun í málinu verði skorið úr um eignarhald þeirra gripa sem tilheyrðu Náttúrugripasafninu á Akureyri og að gerð verði fagleg úttekt á ástandi þeirra. Unnið verði eftir þeirri vinnuáætlun sem lögð var fram á fundinum.