Stjórn Akureyrarstofu

173. fundur 14. október 2014 kl. 16:15 - 18:15 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Elvar Smári Sævarsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Skúli Gautason fundarritari
Fundargerð ritaði: Skúli Gautason framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Safnaráð - stefna Akureyrarbæjar í safnamálum

Málsnúmer 2012040082Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá safnaráði.

Afgreiðslu málsins frestað.

Menningarfulltrúi Akureyrarstofu verði boðaður á næsta fund til að ræða undirbúning gerðar safnastefnu Akureyrarbæjar.

2.Mótorhjólasafn Íslands - beiðni um styrk til uppbyggingar safnsins

Málsnúmer 2014090305Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2014 frá Haraldi Vilhjálmssyni, formanni stjórnar Mótorhjólasafns Íslands, þar sem óskað er eftir eftir styrk til uppbyggingar safnsins.

Afgreiðslu málsins frestað og vísað til vinnu við fjárhagsáætlun og mótunar safnastefnu.

3.Iðnaðarsafnið - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014100045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2014 frá Þorsteini Arnórssyni formanni stjórnar Iðnaðarsafnsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi um rekstrarstyrk.

Afgreiðslu málsins frestað og vísað til vinnu við fjárhagsáætlun og mótunar safnastefnu.

4.Hjólreiðafélag Akureyrar - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014100059Vakta málsnúmer

Málið lagt fram til kynningar.

Framkvæmdastjóra falið að ræða við framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindaráðs, framkvæmdadeildar og skipulagsstjóra.

5.Upplýsingamiðstöð ferðamanna - rekstur 2015

Málsnúmer 2014100036Vakta málsnúmer

María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu kom á fundinn og gerði grein fyrir rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Hofi.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Maríu Helenu fyrir greinargóðar upplýsingar.

6.Fjárhagsáætlun 2015 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2014090261Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna að fjárhagsáætlun Akureyrarstofu fyrir árið 2015.

 

7.Skipun í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Málsnúmer 2014100035Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 2. október 2014 voru tilnefndir tveir fulltrúar í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Tilnefna þarf einn fulltrúa til viðbótar.

Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Elínu Margréti Lýðsdóttur sem þriðja mann í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

8.Dömulegir dekurdagar

Málsnúmer 2014100119Vakta málsnúmer

Framkvæmd Dömulegra dekurdaga 2014.
Rætt var um tilurð og framkvæmd viðburðarins.

 

Fundi slitið - kl. 18:15.