Stjórn Akureyrarstofu

161. fundur 15. apríl 2014 kl. 08:00 - 09:40 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helga Mjöll Oddsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Starfslaun listamanna 2014 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2014010018Vakta málsnúmer

Farið yfir þær umsóknir sem bárust og lagt fram álit ráðgjafahóps stjórnar Akureyrarstofu. Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnisstjóri á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrararstofu samþykkir að bjóða Ragnheiði Þórsdóttur textíllistakonu 8 mánaða starfslaun á tímabilinu júní 2014 til maí 2015.

2.Viðurkenningar Húsverndarsjóðs og viðurkenningar fyrir byggingarlist 2014

Málsnúmer 2014040119Vakta málsnúmer

Tekin ákvörðun um veitingu viðurkenninga fyrir viðhald og endurbyggingu eldri húsa og viðurkenningu fyrir góða byggingarlist. Tilkynnt verður um niðurstöður á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnisstjóri á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita húseiganda Þórunnarstrætis 99, sem hýsti upphaflega Húsmæðraskólann á Akureyri, viðurkenningu fyrir húsvernd. Jafnframt samþykkir stjórnin að veita hönnunarstofunni Gláma-Kím ehf byggingarlistaverðlaun Akureyrar fyrir 5. hluta nýbyggingar Háskólans á Akureyri og þá heild sem fyrri áfangar mynda ásamt henni.

3.Heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs 2014

Málsnúmer 2014040020Vakta málsnúmer

Tekin ákvörðun um veitingu heiðursverðlauna sem tilkynnt verður um á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnisstjóri á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita Guðmundi Ármann myndlistarmanni og Sunnu Borg leikkonu heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2014.

4.Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar 2014

Málsnúmer 2014040019Vakta málsnúmer

Tekin ákvörðun um veitingu verðlaunanna sem tilkynnt verður um á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

Ákveðið að veita tveimur fyrirtækjum á Akureyri athafna- og nýsköpunarverðlaun árið 2014. Annars vegar fær fyrirtækið Neptune viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf og hins vegar Slippurinn ehf fyrir athafnasemi og kraftmikla starfsemi.

Fundi slitið - kl. 09:40.