Heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs 2014

Málsnúmer 2014040020

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 160. fundur - 03.04.2014

Rætt um mögulegar viðurkenningar Menningarsjóðs sem afhentar verða á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl nk.

Stjórn Akureyrarstofu - 161. fundur - 15.04.2014

Tekin ákvörðun um veitingu heiðursverðlauna sem tilkynnt verður um á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnisstjóri á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita Guðmundi Ármann myndlistarmanni og Sunnu Borg leikkonu heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2014.