Viðurkenningar Húsverndarsjóðs og viðurkenningar fyrir byggingarlist 2014

Málsnúmer 2014040119

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 161. fundur - 15.04.2014

Tekin ákvörðun um veitingu viðurkenninga fyrir viðhald og endurbyggingu eldri húsa og viðurkenningu fyrir góða byggingarlist. Tilkynnt verður um niðurstöður á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnisstjóri á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita húseiganda Þórunnarstrætis 99, sem hýsti upphaflega Húsmæðraskólann á Akureyri, viðurkenningu fyrir húsvernd. Jafnframt samþykkir stjórnin að veita hönnunarstofunni Gláma-Kím ehf byggingarlistaverðlaun Akureyrar fyrir 5. hluta nýbyggingar Háskólans á Akureyri og þá heild sem fyrri áfangar mynda ásamt henni.