Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar 2014

Málsnúmer 2014040019

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 160. fundur - 03.04.2014

Rætt um athafna- og nýsköpunarverðlaunin sem afhent verða á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl nk.

Stjórn Akureyrarstofu felur Höllu Björk Reynisdóttur, kt. 170967-5189, Jóni Hjaltasyni, kt. 240159-3419 og Unnsteini Jónssyni, kt. 151263-4029, fulltrúum í stjórninni ásamt verkefnisstjóra atvinnumála á Akureyrarstofu að undirbúa tillögur um mögulega viðurkenningarhafa fyrir næsta fund.

Stjórn Akureyrarstofu - 161. fundur - 15.04.2014

Tekin ákvörðun um veitingu verðlaunanna sem tilkynnt verður um á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

Ákveðið að veita tveimur fyrirtækjum á Akureyri athafna- og nýsköpunarverðlaun árið 2014. Annars vegar fær fyrirtækið Neptune viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf og hins vegar Slippurinn ehf fyrir athafnasemi og kraftmikla starfsemi.