Stjórn Akureyrarstofu

156. fundur 20. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:15 Deiglan
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiglan - sala eignar

Málsnúmer 2014020070Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu fulltrúar úr stjórn Myndlistarfélagsins á fundinn, þau Guðrún Harpa Örvarsdóttir, Helgi Vilberg, Lárus H. List, Rannveig Helgadóttir og Tinna Ingvarsdóttir. Rætt var um ályktun félagsins um sölu Deiglunnar og samliggjandi gestastofu sem var til kynningar á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu.

Að samkomulagi varð að stjórn Myndlistarfélagsins tilnefnir aðila til að hitta formann stjórnar og framkvæmdastjóra til frekari viðræðna um málið.

2.Deiglan - sala eignar

Málsnúmer 2014020070Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu boðaði hagsmunaaðila í Gilinu á sinn fund.
Eftirtaldir aðilar sátu fundinn og tóku þátt í umræðum: Ólafur Sveinsson, Karólína Baldvinsdóttir, Guðmundur Ármann, Lárus H. List, Guðni Helgason, Haraldur Ingi Haraldsson, Hallgrímur Ingólfsson, Þorbjörg Ásgeirsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Þóra Karlsdóttir, Jónína B. Helgadóttir, Þorgils Gíslason, Arnar Ari, Sigurður Gunnarsson, Óskar Gísli Sveinsson, Ólafur Jakobsson, Valdemar Pálsson, Guðrún Harpa Örvarsdóttir, Rannveig Helgadóttir, Helgi Vilberg og Tinna Ingvarsdóttir.
Farið yfir forsendur ákvörðunar um að bjóða Deigluna ásamt gestavinnustofu til sölu. Fram kom hjá formanni stjórnar Akureyrarstofu að í ljósi þess að fyrirhugaðar eru framkvæmdir á efri hæð Listasafnsins þar sem bætt verði við sýningarplássi ásamt gestavinnustofu hafi stjórnin talið að óhætt væri að selja umræddar eignir og draga þannig úr rekstrarkostnaði. Fram kom að nauðsynlegt er að fara í viðhald á húsi Listasafnsins ekki síst þakinu og laga brunavarnir sem eru ekki í lagi.
Formaður óskaði eftir sjónarmiðum fundarfólks varðandi söluna á Deiglunni og hugmyndum um framtíðaráætlun fyrir sama húsnæði ef ekki yrði af sölu. Góðar umræður voru á fundinum en fundarfólk lýsti áhyggjum sínum yfir sölunni sem og afleiðingum þess að segja þyrfti upp vinnustofum fjölda listafólks í kjölfar breytinga á húsnæði Listasafnsins.
Þóra Karlsdóttir kom á framfæri skilaboðum frá áhugasömum hópi fólks sem vill endurreisa Gilfélagið og það sem það stendur fyrir. Hópurinn vill taka upp þráðinn við bæinn þar sem frá var horfið í samvinnu þessara aðila.

Að samkomulagi varð að einn fulltrúi frá eftirtöldum hagsmunaaðilum: Myndlistarfélaginu, Gilfélaginu ? hinu nýja, Sjónlistarmiðstöðinni, listafólki með vinnustofur í Listasafnshúsinu og húseigenda í Kaupvangsstræti 23, hitti fulltrúa stjórnar Akureyrarstofu og vinni að hugmyndum að framtíðarmöguleikum Deiglunnar. Fulltrúi hvers hagsmunaaðila setur sig í samband við Kristínu Sóleyju Björnsdóttur verkefnisstjóra á Akureyrarstofu og í framhaldinu verður sent út fundarboð.

3.Hrísey - atvinnumál

Málsnúmer 2014020149Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu atvinnumála í Hrísey í ljósi þess að Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki sínu í landi frá og með næstu mánaðamótum. Við fyrirtækið starfa 13 í vinnslu og tveir sjómenn. Uppsagnirnar gilda frá og með 1. júní nk.
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandinu í Hrísey. Stjórnin felur verkefnistjóra atvinnumála að koma á fundi með forsvarsmönnum Útgerðarfélagsins Hvamms til þess að fara yfir stöðuna sem upp er komin.

4.Jón Kristvin Margeirsson - styrkbeiðni

Málsnúmer 2014020187Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni frá Jóni Kristvini Margeirssyni þar sem hann endurnýjar ósk um að Akureyrarbær kaupi 10 eintök af bók hans "Deilur Hörmangarafélagsins og Íslendinga 1752-1757". Stjórn Menningarsjóðs Akureyrarbæjar, eins og hún hét þá, hafði samþykkt slík kaup þann 30. júní 2000.
Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að hafa samband við bréfritara og ganga frá kaupunum í samræmi við fyrri samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:15.