Jón Kristvin Margeirsson - styrkbeiðni

Málsnúmer 2014020187

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 156. fundur - 20.02.2014

Borist hefur beiðni frá Jóni Kristvini Margeirssyni þar sem hann endurnýjar ósk um að Akureyrarbær kaupi 10 eintök af bók hans "Deilur Hörmangarafélagsins og Íslendinga 1752-1757". Stjórn Menningarsjóðs Akureyrarbæjar, eins og hún hét þá, hafði samþykkt slík kaup þann 30. júní 2000.
Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að hafa samband við bréfritara og ganga frá kaupunum í samræmi við fyrri samþykkt.