Hrísey - atvinnumál

Málsnúmer 2014020149

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3402. fundur - 20.02.2014

Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af því ótrygga atvinnuástandi sem íbúar Hríseyjar búa við. Mikilvægt er að grípa til bráðaaðgerða til að bregðast við því áfalli að Útgerðarfélagið Hvammur hafi sagt upp öllu sínu starfsfólki. Þá er afar brýnt að halda áfram markvissri vinnu til að tryggja blómlegt mannlíf í eynni til lengri tíma litið.

Stjórn Akureyrarstofu - 156. fundur - 20.02.2014

Rætt um stöðu atvinnumála í Hrísey í ljósi þess að Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki sínu í landi frá og með næstu mánaðamótum. Við fyrirtækið starfa 13 í vinnslu og tveir sjómenn. Uppsagnirnar gilda frá og með 1. júní nk.
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandinu í Hrísey. Stjórnin felur verkefnistjóra atvinnumála að koma á fundi með forsvarsmönnum Útgerðarfélagsins Hvamms til þess að fara yfir stöðuna sem upp er komin.

Stjórn Akureyrarstofu - 160. fundur - 03.04.2014

Lögð fram til kynningar skýrsla áhugahóps um atvinnuþróun í Hrísey sem var til umfjöllunar á íbúafundi í eynni þann 26. mars sl. Umræður um skref sem Akureyrarbær getur stigið í þessari vinnu.