Stjórn Akureyrarstofu

129. fundur 20. september 2012 kl. 16:00 - 18:02 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helga Mjöll Oddsdóttir
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Jóhann Jónsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Akureyrarstofa - samráðsfundir með verkefnisstjórum

Málsnúmer 2012090022Vakta málsnúmer

María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri ferðamála og Ragnar Hólm verkefnisstjóri markaðs- og kynningarmála mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir helstu verkefni á sínum sviðum og stærri verkefni sem framundan eru á næstu misserum.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Maríu Helenu og Ragnari fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

2.Fjárhagsáætlun 2013 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2012060210Vakta málsnúmer

Tekin til yfirferðar og afgreiðslu tillaga að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana Menningarmál og Atvinnumál árið 2013.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana.

3.Menningarhúsið Hof - rekstur ársins 2011

Málsnúmer 2012080059Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur um ráðstöfun á rekstrarafgangi Menningarfélagsins Hofs sem kynntur var á síðasta fundi stjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu gerir það að tillögu sinni til bæjarráðs að fjármununum verið varið til að auka svigrúm Menningarsjóðs Akureyrar.

4.Baldvin Ringsted - tilboð um kaup á málverki

Málsnúmer 2012080071Vakta málsnúmer

Erindi dags. 21. ágúst 2012 frá Baldvini Ringsted þar sem Akureyrarbæ er boðið að kaupa listaverkið "Akureyri í útlöndum".

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

Fundi slitið - kl. 18:02.