Fjárhagsáætlun 2013 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2012060210

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 126. fundur - 28.06.2012

Farið yfir og rætt um ramma fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2013, tímaáætlun fjárhagsáætlunargerðarinnar og fleira því tengt.

Lagt fram til kynningar. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna fyrstu útgáfu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 sem lögð verður fram á fyrsta fundi stjórnar í ágúst nk.

Stjórn Akureyrarstofu - 127. fundur - 16.08.2012

Farið yfir fyrstu útgáfu að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu og þau verkefni sem fyrir liggja skv. starfsáætlun stjórnarinnar. Vinnu við áætlunina verður fram haldið þegar endanleg launaáætlun og húsaleiguáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar liggur fyrir.

Stjórn Akureyrarstofu - 129. fundur - 20.09.2012

Tekin til yfirferðar og afgreiðslu tillaga að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana Menningarmál og Atvinnumál árið 2013.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana.

Stjórn Akureyrarstofu - 132. fundur - 08.11.2012

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Amtsbókasafnið en við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að tekjur safnsins hækkuðu um 4% á milli ára. Forsenda tillögunnar er að fellt verði úr gildi lögbundið ákvæði um 4.000 kr. þak á sektir vegna vanskila á bókum. Frumvarp þess efnis liggur fyrir Alþingi.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi tillögu þó þannig að sektir vegna bóka og tímarita hækki í 30 kr. á dag og að gjald vegna glataðra skírteina hækki úr 1.000 kr. í 1.500 kr.

Stjórn Akureyrarstofu - 135. fundur - 10.01.2013

Í afgreiðslu bæjarráðs á fjárhagsáætlun fyrir menningarmál og atvinnumál var gert ráð fyrir hagræðingu upp á 5 mkr. í hvorum málaflokki. Lagðar fram til umræðu tillögur um hvernig mæta megi þessum kröfum. Tillögurnar verða teknar til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi.