Stjórn Akureyrarstofu

112. fundur 12. janúar 2012 kl. 16:00 - 18:50 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Guðrún Þórsdóttir
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Leikfélag Akureyrar - staða rekstrar

Málsnúmer 2011080046Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu fór yfir stöðuna í málefnum Leikfélags Akureyrar eftir þá vinnu sem fram hefur farið í samstarfi bæjarins og stjórnar félagsins undanfarið. Áfram er leitað lausna á vanda LA þannig að framtíðarrekstur verði tryggður.

2.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum - endurnýjun 2011

Málsnúmer 2010110047Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna í samningaviðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið eftir fund formanns og framkvæmdastjóra með fulltrúum ráðuneytisins. Jafnframt fór framkvæmdastjóri Akureyrarstofu yfir drög að skýrslu sem er í vinnslu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.

3.Verkefnisstjóri atvinnumála - auglýsing

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Verkefnisstjóri atvinnumála hefur sagt starfi sínu lausi og mun láta af störfum í lok mars nk. Sævar Pétursson fráfarandi verkefnisstjóri atvinnumála kom á fundinn og dró saman reynslu sína af starfinu, áherslum, helstu verkefnum og skipulagi. Hann taldi reynsluna almennt góða en benti á nokkur atriði sem betur mega fara, eins og skipulag í kringum atvinnuátaksverkefni hjá sveitarfélaginu, skýrari verkaskipti milli aðila eins og Akureyrarstofu, AFE og Impru. Mynduð hafa verið tengsl við um 100 fyrirtæki í bænum og er það mat Sævars að Akureyrarbær hafi nú mun gleggri mynd af atvinnulífinu en áður.
Rætt um framhaldið, auglýsingu eftir nýjum starfsmanni og þær áherslur sem lagðar verða til grundvallar.

Stjórnin þakkar Sævari greinargóða samantekt og upplýsingar um starfið fyrsta árið.

Stjórnin samþykkir að óska eftir því að verkefnisstjórn um atvinnumál komi með tillögur um hvaða áherslur eigi að leggja í starfinu áður en það verður auglýst.

Helena Þ. Karlsdóttir fulltrúi S-lista lagði fram beiðni um skriflega skýrslu um störf verkefnisstjóra atvinnumála frá upphafi til dagsins í dag. Óskað er eftir að svör berist innan 21 dags.

4.Fundaáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2012

Málsnúmer 2012010147Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundaáætlun fram til vors.

5.Vaðlaheiðargöng - framhald framkvæmda

Málsnúmer 2011110045Vakta málsnúmer

Rætt um stöðuna á framkvæmdinni og þær upplýsingar sem hafa komið fram að undanförnu.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar skýrslu IFS greiningarfyrirtækis um Vaðlaheiðargöng þar sem fram kemur að allar forsendur fyrir gerð ganganna eru innan marka.

Stjórninni þykir miður hvernig reynt hefur verið að afvegaleiða umræðuna með ýmsum hætti. Gefið er til kynna að ríkissjóður leggi fram fé til framkvæmdarinnar. Hið rétta er að ríkið ábyrgist fjármögnun framkvæmdarinnar og engir fjármunir fara úr ríkissjóði. Framkvæmdin tekur því ekki fé frá öðrum brýnum verkefnum.

Þá má benda á að ríkissjóður fær 3 - 3,5 milljarða í beinar tekjur af framkvæmdinni á byggingartíma ganganna ef farið verður í hana. Þá fjármuni má nota í brýn verkefni í þágu samfélagsins.

6.Menningarsjóður - styrkveitingar og viðurkenningar 2011

Málsnúmer 2011030089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um ferðastyrki sem framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála hafa ákveðið samkvæmt starfsreglum.

Fundi slitið - kl. 18:50.