Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum

Málsnúmer 2010110047

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 84. fundur - 11.11.2010

Núgildandi samstarfssamningur rennur út á yfirstandandi ári og fyrir liggur að endurnýja hann. Rætt um stöðu málsins og helstu markmið í nýjum samningi af hálfu Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu - 85. fundur - 02.12.2010

Farið yfir stöðuna í viðræðum Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins um endurnýjun samningsins. Fyrir liggur að ráðuneytið er tilbúið að gera samning til þriggja ára.

Stjórn Akureyrarstofu - 96. fundur - 27.04.2011

Menntamálaráðuneytið gerir það að tillögu sinni að fyrri samningur verði framlengdur um 1 ár óbreyttur í ljósi þess að ekki liggur fyrir hver framlög til nýs samnings á ári 2 og 3 geta orðið. Jafnframt að lengri samningur muni ekki breyta framlögum ársins 2011. Hins vegar verði nýjum samningi lokið fyrir 1. ágúst nk.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögu ráðuneytisins fyrir sitt leyti. Stjórnin leggur hins vegar áherslu á að þegar verði látið reyna á hvort ráðuneytið taki yfir kostnað vegna skylduskila sem Amtsbókasafnið annast fyrir hönd ríkisins en Akureyrarbær tekur þátt í að greiða og að nýr 3ja ára samningur liggi fyrir eigi síðar en 1. ágúst nk. eins og endurnýjunartillagan gerir ráð fyrir.

Stjórn Akureyrarstofu - 103. fundur - 25.08.2011

Farið yfir stöðuna í viðræðum menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um endurnýjun samstarfssamningsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 104. fundur - 08.09.2011

Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem hann átti með fulltrúa menntamálaráðuneytisins um næstu skref í samningagerðinni. Næsti fundur með fulltrúum ráðuneytisins verður í næstu viku.

Stjórn Akureyrarstofu - 111. fundur - 14.12.2011

Lögð fram til umræðu drög að endurnýjuðum samningi sem gert er ráð fyrir að gildi til næstu þriggja ára.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að nú er lagt upp með að gera samning til þriggja ára en gerir athugasemdir við fjárhæðir í þeim drögum sem fyrir liggja. Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu og formanni stjórnar falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við mennta- og menningarmálaráðuneytið og halda áfram viðræðum . Að öðru leyti telur stjórnin mikilvægt að ljúka samningum sem allra fyrst.

Stjórn Akureyrarstofu - 112. fundur - 12.01.2012

Farið yfir stöðuna í samningaviðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið eftir fund formanns og framkvæmdastjóra með fulltrúum ráðuneytisins. Jafnframt fór framkvæmdastjóri Akureyrarstofu yfir drög að skýrslu sem er í vinnslu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Stjórn Akureyrarstofu - 139. fundur - 14.03.2013

Farið yfir nýjustu drög að samstarfssamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um menningarmál fyrir árin 2013-2015.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingartillögum sem fram komu á fundinum. Þær eru annars vegar að ríkið taki þátt í að koma á tímabundnum styrktarsjóði sem hafi það hlutverk að styðja við frumsköpun ungs fólks og að styrkja öfluga listræna hópa á heimaslóð til að setja verkefni sín á svið í Menningarhúsinu Hofi. Hins vegar er um að ræða ákvæði um endurskoðun á fjárhæðum samningsins í september á þessu ári.
Þá telur stjórnin mikilvægt að halda því til haga að stuðningur ríkisins við Skáldahúsin á Akureyri eru ekki inni í þessum samningi en nauðsynlegt er að finna honum fastan farveg í framhaldinu líkt og gildir gagnvart öðrum sambærilegum stofnunum á Íslandi.