Fjárhagsáætlun 2011 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2010100024

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 80. fundur - 16.09.2010

Farið yfir ramma og vinnulag við gerð áætlunarinnar. Fyrir liggur að hagræðingarkrafa í menningarmálum er 25 mkr. fyrir árið 2011.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ræða við forstöðumenn stofnana og fulltrúa þeirra aðila sem fá samningsbundin framlög frá Akureyrarbæ um þá hagræðingarvinnu sem framundan er.

Stjórn Akureyrarstofu - 81. fundur - 07.10.2010

Halla Björk Reynisdóttir formaður stjórnar og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu hafa að undanförnu hitt forsvarsmenn menningarstofnana í bænum, bæði þeirra sem bærinn rekur og hinna sem fá samningsbundnar greiðslur frá Akureyrarbæ. Á þessum fundum var farið yfir þá hagræðingu og sparnað sem nauðsynlegt er að ná fram í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Farið yfir möguleika og hugmyndir en vinnunni verður framhaldið á næsta fundi stjórnarinnar.

 

Stjórn Akureyrarstofu - 82. fundur - 14.10.2010

Áfram haldið vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Farið var yfir mögulegar sparnaðar- og hagræðingarleiðir.
Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður kom á fundinn og fór yfir rekstur og starfsemi safnins auk mögulegra leiða til hagræðingar.
Gert er ráð fyrir að vinnu við fjárhagsáætlun ljúki á næsta fundi stjórnarinnar.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hólmkeli fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

Stjórn Akureyrarstofu - 83. fundur - 28.10.2010

Áfram haldið vinnu við fjárhagsáætlunargerð ársins 2011.
Á fundinn var boðið fulltrúum þeirra framboða sem ekki eiga fulltrúa í stjórn Akureyrarstofu og voru Sigurður Guðmundsson A-lista og Sigríður Valdís Bergvinsdóttir B-lista gestir á fundinum.

Farið var í gegnum hagræðingar- og sparnaðarhugmyndir í menningarmálum og atvinnumálum. Í menningarmálum er gert ráð fyrir um 27 mkr. hagræðingu miðað við fjárhagsáætlun 2010 að frádregnum kostnaði við leigugreiðslur til Fasteigna Akureyrarbæjar. Þrátt fyrir þetta rúmast fyrirliggjandi drög að áætlun ekki innan þess ramma sem málaflokknum var settur. Meginástæða þess er að rekstrar- og húsnæðiskostnaður vegna menningarhússins Hofs var vanáætlaður í 3ja ára áætlun sem ramminn byggir á. Í vinnu stjórnar Akureyrarstofu er gert ráð fyrir að ramminn verði leiðréttur með hliðsjón af þessu auk fleiri atriða að upphæð samtals um 40.323.531 kr. sem útskýrðar eru í drögunum.

Stjórn Akureyrarstofu - 85. fundur - 02.12.2010

Farið yfir stöðuna í fjárhagsáætlunargerðinni fyrir árið 2011 og viðbótarkröfur um sparnað í menningarmálum að upphæð 8 mkr. og í atvinnumálum að upphæð 1 mkr.
Ræddar hugmyndir um hvernig þessum markmiðum verður náð.

Stjórnin felur formanni og framkvæmdastjóra að útfæra þær hugmyndir og leiðir sem ræddar voru á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 85. fundur - 02.12.2010

Lögð fram tillaga að gjaldskrám fyrir menningarstofnanir fyrir árið 2011 sem taka mið af gerð fjárhagsáætlunar fyrir sama ár.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna.