Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar - Akureyri 2010

Málsnúmer 2010030175

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 78. fundur - 19.08.2010

Umsókn dags. 16. ágúst 2010 frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ, þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Íþróttahöllinni.

Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að samfélags- og mannréttindaráð og skólanefnd taki umsóknina til umfjöllunar með tilliti til niðurfellingar á húsaleigu í Rósenborg og í Brekkuskóla.

Stjórnin mun taka erindið fyrir að nýju að því loknu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 71. fundur - 08.09.2010

Erindi dags. 16. ágúst 2010 frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu. Stjórn Akureyrarstofu hefur á fundi sínum 19. ágúst sl. óskað eftir því að samfélags- og mannréttindaráð taki umsóknina til umfjöllunar m.t.t. niðurfellingar á húsaleigu í Rósenborg.

Samfélags- og mannréttindaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundar kl. 17.15.

Skólanefnd - 19. fundur - 20.09.2010

Erindi dags. 16. ágúst 2010 frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu. Stjórn Akureyrarstofu hefur á fundi sínum 19. ágúst sl. óskað eftir því að skólanefnd taki umsóknina til umfjöllunar m.t.t. niðurfellingar á húsaleigu í Brekkuskóla.

Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu en bendir á að leiga á skólahúsnæði til gistingar er mjög lág samanber að lágmarksupphæð er kr. 10.000 fyrir hverja nótt. Innifalið í lágmarksgjaldi eru 20 gistinætur. Hver gistinótt eftir það kostar kr. 500.

Æskulýðs- og íþróttafélög á Akureyri fá 70% afslátt af ofangreindu gistiverði séu þau með fjölliðamót og fleira á sínum vegum og innheimta sjálf fyrir húsnæðið enda undirrita þau þá samning um leiguna. Lágmarksgjald er þó alltaf kr. 10.000 fyrir hverja nótt.

Samfélags- og mannréttindaráð - 73. fundur - 29.09.2010

Tekið fyrir að nýju erindi frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu. Stjórn Akureyrarstofu hefur á fundi sínum 19. ágúst sl. óskað eftir því að samfélags- og mannréttindaráð taki umsóknina til umfjöllunar m.t.t. niðurfellingar á húsaleigu í Rósenborg. Málið var áður á dagskrá samfélags- og mannréttindaráðs 8. september sl.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk fyrir húsaleigu í Rósenborg að upphæð kr. 30.000.

Stjórn Akureyrarstofu - 81. fundur - 07.10.2010

Umsókn dags. 16. ágúst 2010 frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ, þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Íþróttahöllinni, en gert er ráð fyrir að húsaleigan nemi kr. 460.000.

Þar sem fjárheimildir ársins leyfa ekki frekari styrki af þessu tagi getur stjórn Akureyrarstofu ekki orðið við erindinu.

Bæjarráð - 3255. fundur - 06.01.2011

Erindi ódags. frá Jónu Lovísu Jónsdóttur f.h. stjórnar Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar þar sem vísað er í áður send erindi dags. 19. mars 2010 og 16. ágúst 2010 þar sem óskað er eftir stuðningi bæjaryfirvalda við landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar sem haldið var á Akureyri 15.- 17. október sl.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 230.000 vegna landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar sem haldið var á Akureyri í október sl.

Færist á rekstrarár 2010 á málaflokk 105.