Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020040153

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 299. fundur - 28.05.2020

Lagt fram til kynningar fjögurra mánaða rekstraryfirlit.

Karl Liljendal Hólmgeirsson vék af fundi kl. 16:35.

Stjórn Akureyrarstofu - 301. fundur - 25.06.2020

Rekstraryfirlit janúar - apríl 2020 lagt fram til kynningar.

Stjórn Akureyrarstofu - 310. fundur - 03.12.2020

Lagt fram til kynningar 10 mánaða rekstraryfirlit.

Lögð fram beiðni um viðauka til bæjarráðs vegna leiðréttingar á áætlun ársins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við málaflokk 105 vegna fjárhagsáætlunar 2020. Um er að ræða hækkun á innri leigu vegna Sigurhæða og Deiglunnar að upphæð kr. 8.443.000 og leiðréttingu á samningi við Minjasafnið um Skáldahúsin að upphæð kr. 300.000. Einnig er lækkun á tekjum á Minjasafnið um kr. 1.000.000.

Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að bæjarráð samþykki að færa kr. 3.000.000 af málaflokki 113 yfir á 105 til að koma til móts við Minjasafnið um leiðréttingu á framlagi samnings 2020 vegna launahækkana og starfsmats sem orðið hafa á árinu.

Bæjarráð - 3709. fundur - 10.12.2020

Liður 5 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 3. nóvember 2020:

Lagt fram til kynningar 10 mánaða rekstraryfirlit.

Lögð fram beiðni um viðauka til bæjarráðs vegna leiðréttingar á áætlun ársins.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við málaflokk 105 vegna fjárhagsáætlunar 2020. Um er að ræða hækkun á innri leigu vegna Sigurhæða og Deiglunnar að upphæð kr. 8.443.000 og leiðréttingu á samningi við Minjasafnið um Skáldahúsin að upphæð kr. 300.000. Einnig er lækkun á tekjum á Minjasafnið um kr. 1.000.000.

Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að bæjarráð samþykki að færa kr. 3.000.000 af málaflokki 113 yfir á 105 til að koma til móts við Minjasafnið um leiðréttingu á framlagi samnings 2020 vegna launahækkana og starfsmats sem orðið hafa á árinu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við sviðsstjóra samfélagssviðs.

Stjórn Akureyrarstofu - 316. fundur - 25.03.2021

Bráðabirgðauppgjör ársins 2020 lagt fram til kynningar.