Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál. Endurnýjun 2018

Málsnúmer 2017050182

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 232. fundur - 01.06.2017

Til umræðu viðræðuferli við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna endurnýjunar á samningi ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál.

Deildarstjóri Akureyrarstofu, Þórgnýr Dýrfjörð, gerði grein fyrir fundi sem hann átti með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins þann 25. maí sl. Stefnt er að öðrum fundi á Akureyri um miðjan júní þar sem fulltrúar MAk og Listasafnsins verða einnig á fundinum. Stefnt er að því að niðurstaða verði komin í málið um mánaðarmótin september/október.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að viðræður um endurnýjun samnings séu hafnar og felur formanni, sviðsstjóra samfélagssviðs og deildarstjóra Akureyrarstofu að leiða viðræðurnar fyrir hönd Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu - 233. fundur - 13.06.2017

Á fundinn mættu fulltrúar MAk, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Kristín Sóley Björnsdóttir til að fara yfir sameiginlegar áherslur aðila vegna viðræðna við fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins um nýjan samning um menningarmál.

Stjórn Akureyrarstofu - 243. fundur - 20.12.2017

Lögð fram drög að greinargerð deildarstjóra Akureyrarstofu v/stöðu samnings við ríkið um menningarmál.

Stjórn Akureyrarstofu - 244. fundur - 18.01.2018

Lögð fram drög að samningi við ríkið um menningarmál.

Stjórn Akureyrarstofu - 246. fundur - 08.02.2018

Lögð fram drög að samningi við ríkið.

Deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir stöðu mála í samningaviðræðum.
Rætt um stöðu samningaviðræðnanna, markmið og fjárframlög.

Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að samningagerðinni verið lokið sem fyrst.

Stjórn Akureyrarstofu - 248. fundur - 15.03.2018

Lagður fram til samþykktar samningur ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs. Stjórnin felur deildarstjóra Akureyrarstofu að klára stefnuskjal sem er fylgiskjal samningsins.

Bæjarráð - 3592. fundur - 22.03.2018

2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 15. mars 2018:

Lagður fram til samþykktar samningur ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs. Stjórnin felur deildarstjóra Akureyrarstofu að klára stefnuskjal sem er fylgiskjal samningsins.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

Stjórn Akureyrarstofu - 293. fundur - 23.01.2020

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að veita viðauka við núgildandi rekstrarsamning milli aðila um menningarmál. Viðaukinn er að upphæð 20 milljónir króna og er veittur vegna skylduskila á Amtsbókasafninu og verkefna Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að 12 milljónir fari til Amtsbókasafnsins upp í þann kostnað sem safnið verður fyrir vegna skylduskila sem er lögbundið verkefni safnsins sbr. 2.gr. laga nr. 20/2002. Stjórn Akureyrarstofu ítrekar þá afstöðu sína að óréttmætt sé að Akureyrarbær eitt sveitarfélaga landsins beri fjárhagslega ábyrgð á framkvæmd laga um skylduskil og væntir þess að gerður verði langtímasamningur við ríkið um fjármögnun þessa lögbundna hlutverks safnsins.

8 milljónir fara til Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.