Stjórn Akureyrarstofu

214. fundur 08. september 2016 kl. 16:15 - 18:12 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista boðaði forföll og mætti Silja Dögg Baldursdóttir í hennar stað.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista boðaði forföll og mætti Hanna Dögg Maronsdóttir í hennar stað.

1.Við borgum listamönnum

Málsnúmer 2016010090Vakta málsnúmer

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) mætti á fundinn til að kynna verkefnið "Við borgum listamönnum."

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða á Akureyrarstofu og Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri sátu fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Jónu Hlíf fyrir greinargóða kynningu og gagnlegar umræður.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2016080056Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu.

3.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2016

Málsnúmer 2016030068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2016.

Fundi slitið - kl. 18:12.