Fjárhagsáætlun 2017 - Stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2016080056

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 213. fundur - 18.08.2016

Forsendur og fjárhagsrammi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 kynnt.

Stjórn Akureyrarstofu - 214. fundur - 08.09.2016

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu - 215. fundur - 15.09.2016

Fjárhagsáætlun málaflokka Akureyrarstofu, menningar- og atvinnumál lögð fram til afgreiðslu frá stjórninni. Til þess síðarnefnda heyra m.a. rekstur Akureyrarstofu, markaðs-, kynningar- og ferðamál.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi áætlun með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 219. fundur - 28.11.2016

Farið yfir breytingar og lagfæringar á fjárhagsáætlun sem gera þarf á milli umræðna í bæjarstjórn.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi breytingar á fjárhagsáætlum sem gerðar hafa verið á milli umræðna í bæjarstjórn. Litlar hækkanir hafa orðið á gjaldskrám menningarstofnana á undanförnum árum og samþykkir stjórn Akureyrarstofu að þær hækki almennt um 3,5% á árinu 2017.

Stjórn Akureyrarstofu - 220. fundur - 01.12.2016

Farið yfir og lögð fram til kynningar þriggja ára áætlun fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu eins og hún lítur út í tillögum bæjarráðs til bæjarstjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 231. fundur - 11.05.2017

Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir Listasafnið lögð fram.

Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins fór yfir áætlunina.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni kynninguna og samþykkir að taka málið fyrir að nýju á fundi í september nk.