Stærðfræðikennsla í 10. bekk - ábending um þörf á endurskoðun hennar

Málsnúmer 2013050195

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 9. fundur - 27.05.2013

Opið bréf til skólanefndar Akureyrarbæjar, dags. 23. maí 2013 þar sem bent er á þörfina á endurskoðun stærðfræðikennslu í 10. bekk og aukið samstarf grunn- og framhaldsskólakennara til að búa nemendur betur undir nám í framhaldsskóla.

Skólanefnd þakkar bréfriturum, þeim Heimi Pálssyni, Helenu Rut Pétursdóttur, Jóni Óskari Andréssyni og Kamillu Dóru Jónsdóttur nemendum í 1. bekk MA og vill bjóða þeim á næsta skólanefndarfund til viðræðna um málið.

Fræðslustjóra er falið að koma með tillögu að svari við bréfinu.

Helga María Harðardóttir fulltrúi leikskólakennara vék af fundi kl. 16:05.

Skólanefnd - 10. fundur - 20.06.2013

Á fundinn mættu Kamilla Dóra Jónsdóttir og Helena Rut Pétursdóttir sem fulltrúar hóps fjögurra nemenda í MA sem komu fram með ábendingar um stærðfræðikennslu í 10. bekk grunnskóla. Þær kynntu sjónarmið hópsins á fundinum og svöruðu spurningum.

Skólanefnd þakkar Kamillu og Helenu fyrir framlag þeirra og hópsins alls.

Skólanefnd samþykkir að beina því til fræðslustjóra að taka þessar ábendingar til skoðunar og úrvinnslu í samstarfi við skólastjóra.