Hjallastefnan ehf - ósk um leiðréttingu á greiðslu vegna nýrra kjarasamninga og starfsmats

Málsnúmer 2010090049

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 3. fundur - 15.02.2016

Lagt fram erindi dagsett 21. janúar 2016 frá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar ehf þar sem hún óskar eftir að Akureyrarbær leiðrétti greiðslu til Hjallastefnunnar vegna breytinga á kjarasamningum og starfsmati.

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á skóladeild fóru yfir breytingarnar.

Skólanefnd samþykkir umbeðið erindi og óskar eftir viðbótarfjármagni frá bæjarráði vegna breytinga á nýjum kjarasamningum og starfsmati.

Bæjarráð - 3495. fundur - 25.02.2016

3. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 15. febrúar 2016:

Lagt fram erindi dagsett 21. janúar 2016 frá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar ehf þar sem hún óskar eftir að Akureyrarbær leiðrétti greiðslu til Hjallastefnunnar vegna breytinga á kjarasamningum og starfsmati.

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á skóladeild fóru yfir breytingarnar.

Skólanefnd samþykkir umbeðið erindi og óskar eftir viðbótarfjármagni frá bæjarráði vegna breytinga á nýjum kjarasamningum og starfsmati.
Bæjarráð samþykkir umbeðið erindi en frestar gerð viðauka.

Fræðsluráð - 6. fundur - 20.03.2017

Endurnýjun samnings við Hjallastefnuna ehf vegna reksturs á Hólmasól.
Framlengdur samningur við Hjallastefnuna mun gilda til næstu fimm ára frá undirritun. Fræðsluráð samþykkir drög að samningnum og felur fræðslusviði að ganga frá honum fyrir hönd Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3550. fundur - 30.03.2017

2. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 20. mars 2017:

Endurnýjun samnings við Hjallastefnuna ehf vegna reksturs á Hólmasól.

Framlengdur samningur við Hjallastefnuna mun gilda til næstu fimm ára frá undirritun. Fræðsluráð samþykkir drög að samningnum og felur fræðslusviði að ganga frá honum fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl. 10:45.