KA svæði- Lundarskóli- Lundarsel - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011100022

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 137. fundur - 09.05.2012

Formaður skipulagsnefndar óskar eftir að deiliskipulagið "KA svæði- Lundarskóli- Lundarsel" verði endurskoðað vegna breytinga á innra skipulagi svæðis KA og vegna gerðar nýs göngustígs frá Dalsbraut að Lundarskóla.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að setja í gang vinnu við endurskoðun deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsnefnd - 143. fundur - 12.09.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsels dagsetta 10. september 2012, unna af X2 hönnun - skipulagi ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3326. fundur - 18.09.2012

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsels dags. 10. september 2012, unna af X2 hönnun - skipulagi ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 27. september til 7. nóvember 2012. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Þrjár athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 14.11.2012"
Óskað var eftir umsögnum frá KSÍ og ISAVIA um deiliskipulagsbreytingu. Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis var tilkynnt um auglýsingu á deiliskipulagsbreytingunni en nefndin gerði ekki athugasemd við tillöguna.

Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd - 148. fundur - 28.11.2012

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 27. september til 7. nóvember 2012. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Þrjár athugasemdir bárust. Úrdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 28.11.2012"
Óskað var eftir umsögnum frá KSÍ og ISAVIA um deiliskipulagsbreytingu. Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis var tilkynnt um auglýsingu á deiliskipulagsbreytingunni en nefndin gerði ekki athugasemd við tillöguna.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið innsendar ahugasemdir og eru svör við þeim í meðfylgjandi skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 28.11.2012".

Umsögn dagsett 8. nóv. 2012 barst frá KSÍ þar sem kemur fram að ekki sé hægt að minnka kröfur um öryggissvæði ef völlurinn eigi að falla í flokk C.

Umsögn dagsett 17. október 2012 barst frá ISAVIA sem gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið en bendir á að þrjú hindranaljós þurfi að loga allan sólarhringinn á ljósamöstrum. Ljósin skulu vera tengd þannig að ekki verði hægt að slökkva á þeim af vangá. Einnig er óskað eftir að hvítt leiðsöguljós verði á einu mastranna.

Niðurstaða:

Deiliskipulagstillagan gerir ekki ráð fyrir að völlurinn falli í flokk C og því ekki þörf á stærra öryggissvæði umhverfis völlinn en fram kemur á uppdrætti. Tekið er tillit til athugasemda ISAVIA og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 28.11.2012"

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3331. fundur - 04.12.2012

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2012:
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 27. september til 7. nóvember 2012. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Þrjár athugasemdir bárust. Úrdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 28.11.2012".
Óskað var eftir umsögnum frá KSÍ og ISAVIA um deiliskipulagsbreytingu. Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis var tilkynnt um auglýsingu á deiliskipulagsbreytingunni en nefndin gerði ekki athugasemd við tillöguna.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið innsendar ahugasemdir og eru svör við þeim í meðfylgjandi skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 28.11.2012".
Umsögn dags. 8. nóvember 2012 barst frá KSÍ þar sem kemur fram að ekki sé hægt að minnka kröfur um öryggissvæði ef völlurinn eigi að falla í flokk C.
Umsögn dags. 17. október 2012 barst frá ISAVIA sem gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið en bendir á að þrjú hindranaljós þurfi að loga allan sólarhringinn á ljósamöstrum. Ljósin skulu vera tengd þannig að ekki verði hægt að slökkva á þeim af vangá. Einnig er óskað eftir að hvítt leiðsöguljós verði á einu mastranna.
Niðurstaða:
Deiliskipulagstillagan gerir ekki ráð fyrir að völlurinn falli í flokk C og því ekki þörf á stærra öryggissvæði umhverfis völlinn en fram kemur á uppdrætti. Tekið er tillit til athugasemda ISAVIA og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 28.11.2012".

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.