Skipulagsnefnd

238. fundur 06. júlí 2016 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Helgi Snæbjarnarson
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Farið yfir kafla 2.2 í greinargerðinni: landnotkunarflokkar og gatnakerfi. Farið yfir landnotkunaruppdrátt og breytingar frá fyrra aðalskipulagi. Farið lauslega yfir kafla 3 Forsendur. Lagðir fram minnispunktar af vinnufundi með íbúum og fundum með fyrirtækjum.
Umræður, frestað.

2.Glerárgata 32 - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2016050060Vakta málsnúmer

Erindið var grenndarkynnt 30. júní og lauk 5. júlí 2016 þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

3.B. Jensen - uppsetning á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum úr sláturdýrum

Málsnúmer 2016030085Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Hörgársveitar bókaði á fundi sínum 16. júní 2016 að ekki væri gerð athugasemd við að starfsleyfi verði veitt í eitt ár vegna brennsluofns til að brenna áhættuvefi á lóð B. Jensen.

Sveitarstjórn tekur undir álit skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. maí 2016 og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna að lausn í samvinnu við önnur sveitarfélög á Norðurlandi og í samræmi við Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026.
Lagt fram til kynningar.4.Oddeyrartangi 149131 - uppsetning á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum frá sláturdýrum

Málsnúmer 2016010145Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ákvöðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu á búnaði til eyðingar áhættuvefjum, dagsett 30. júní 2016. Ekki er talið líklegt að fyrirhuguð uppsetning á búnaði hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Tölvupóstur frá Norðlenska barst 1. júlí 2016 þar sem óskað var eftir upplýsingum frá Akureyrarbæ hvort vænta megi einhverra breytinga á afstöðu og ákvörðun skipulagsnefndar varðandi málið.
Skipulagsnefnd felur bæjarstjóra og skipulagsstjóra að vinna að lausn í samvinnu við önnur sveitarfélög á Norðurlandi og í samræmi við Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026.Þar sem vinna að þeirri lausn tekur einhvern tíma er ekki gerð athugasemd við að starfsleyfi verði veitt í eitt ár vegna umrædds brennsluofns til að brenna áhættuvefjum eingöngu úr flokki 1 og 2 á athafnalóð Norðlenska á Oddeyri. Farið er fram á að á þeim tíma verði rækilega haft af hendi Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra eftirlit með notkun ofnsins og gerðar þær mælingar sem þarf til að fá fullvissu um að starfræksla hans standist kröfur um loft-, lyktar- og hávaðamengun. Komi í ljós að ofninn standist ekki slíkar kröfur er farið fram á að starfsleyfið verði skilyrt því ákvæði að stöðva megi notkun hans þá þegar. Að ári liðnu verði starfsleyfið ekki framlengt nema að undangenginni umsögn skipulagsnefndar og ef ekki verða aðrar samræmdar lausnir um brennslu áhættuvefja í flokki 1 og 2 komnar fram á Norðurlandi.

Helgi Snæbjarnarson vék af fundi kl. 10:00.

5.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 27. júní 2016. Lögð var fram fundargerð 591. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.