B. Jensen - uppsetning á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum úr sláturdýrum

Málsnúmer 2016030085

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 114. fundur - 22.03.2016

Erindi dagsett 11. mars 2016 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar vegna mats á umhverfisáhrifum búnaðar til eyðingar á áhættuvefjum úr sláturdýrum við sláturhús B. Jensen.
Umsögn umhverfisnefndar skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 til Skipulagsstofnunar, vegna tilkynningar B. Jensen um uppsetningu á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum úr sláturdýrum.



Með bréfi dagsettu 8. mars 2016 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Akureyrarbæjar með vísan til 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd B. Jensen skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.

Tekið er fram í bréfi Skipulagsstofnunar að í umsögn skuli koma fram, eftir því sem við á, hvort Akureyrarbær telji að nægjanlega sé grein gerð fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig hvaða leyfi framkvæmd er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar bendir á að það skortir að þess sé getið nægjanleg vel, annars vegar hvert heildarmagn á ári verði brennt og hins vegar, hvaða úrgang á að brenna, þ.e. eftir hvaða áhættuflokki. Í erindi B. Jensen segir að búnaðurinn sé fyrst og fremst ætlaður til að eyða áhættuvefjum frá nautgripum og svínum (væntanlega er átt við áhættuflokk I, sem er heili og mæna), en þá segir einnig, auk annars lífræns sláturúrgangs sem til fellur.

Bent er á að brennslan ætti eingöngu að vera fyrir áhættuflokk I, en miðað við magn sem tiltekið er, eða 5-6 tonn á sólarhring þá er það ekki nægjanlega skýrt, auk þess sem hætta er á að magn á ári fari yfir 500 tonn, sem gerir það að verkum að leyfið þarf að fara í umhverfismat hjá Umhverfisstofnun.

Því er erfiðleikum bundið að taka afstöðu til framkvæmdarinnar, fyrr en ákvörðun um umhverfismat liggur fyrir.

Þá er bent á að stutt er í íbúðabyggð, sem leitt geti til hagsmunaáreksturs og að heilsufarsáhætta gæti fylgt brunagösum frá brennsluofni.

Samkvæmt svæðisskipulagi Eyjafjarðar er stefnt að því að íbúðabyggð á Akureyri þróist til norðurs, og í aðalskipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir íbúðabyggð í aðeins um 50 metra fjarlægð frá sláturhúsinu. Hafin er vinnsla nýs aðalskipulags, þar sem umrætt svæði verður áfram skilgreint sem íbúðasvæði. Eitt af markmiðum þess skipulags verður að skapa skal íbúum bæjarins heilnæmt og ómengað umhverfi. Taka skal tillit til loftgæða við skipulags- og framkvæmdaáætlanir og draga skal úr útblæstri mengandi lofttegunda.

Þar sem ekki liggur fyrir hversu mikið magn á ári og hvaða úrgang á að brenna í ofninum, telur umhverfisnefnd erfiðleikum bundið að taka afstöðu, fyrr en það liggur fyrir hvort fara þurfi í umhverfismat með framkvæmdina.

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Erindi dagset 11. mars 2016 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar vegna mats á umhverfisáhrifum búnaðar til eyðingar á áhættuvefjum úr sláturdýrum við sláturhús B. Jensen.
Umsögn skipulagsnefndar skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 til Skipulagsstofnunar, vegna tilkynningar B. Jensen um uppsetningu á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum úr sláturdýrum.

Skipulagsnefnd hefur fullnaðar afgreiðsluheimild skv. 4. grein samþykktar um skipulagsnefnd.


Með bréfi dags. 8. mars 2016, óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Akureyrarbæjar með vísan til 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd B. Jensen skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.

Tekið er fram í bréfi Skipulagsstofnunar að í umsögn skuli koma fram, eftir því sem við á, hvort Akureyrarbær telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig hvaða leyfi framkvæmd er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar bendir á að það skortir að þess sé getið nægjanleg vel, annars vegar hvert heildarmagn á ári verði brennt og hins vegar, hvaða úrgang á að brenna, þ.e. eftir hvaða áhættuflokki. Í erindi B. Jenssen segir að búnaðurinn sé fyrst og fremst ætlaður til að eyða áhættuvefjum frá nautgripum og svínum (væntanlega er átt við áhættuflokk I, sem er heili og mæna), en þá segir einnig, auk annars lífræns sláturúrgangs sem til fellur.

Bent er á að brennslan ætti eingöngu að vera fyrir áhættuflokk I, en miðað við magn sem tiltekið er, eða 5-6 tonn á sólarhring þá er það ekki nægjanlega skýrt, auk þess sem hætta er á að magn á ári fari yfir 500 tonn, sem gerir það að verkum að leyfið þarf að fara í umhverfismat hjá Umhverfisstofnun.

Því er erfiðleikum bundið að taka afstöðu til framkvæmdarinnar, fyrr en ákvörðun um umhverfismat liggur fyrir.

Þá er bent á að stutt er í íbúðabyggð, sem leitt geti til hagsmunaáreksturs og að heilsufarsáhætta og lyktarmengun gæti fylgt brunagösum frá brennsluofni.

Samkvæmt svæðisskipulagi Eyjafjarðar er stefnt að því að íbúðarbyggð á Akureyri þróist til norðurs, og í aðalskipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir íbúðarbyggð í aðeins um 50 metra fjarlægð frá sláturhúsinu. Hafin er vinnsla nýs aðalskipulags, þar sem umrætt svæði verður áfram skilgreint sem íbúðarsvæði. Eitt af markmiðum þess skipulags verður að skapa skal íbúum bæjarins heilnæmt og ómengað umhverfi. Taka skal tillit til loftgæða við skipulags- og framkvæmdaáætlanir og draga skal úr útblæstri mengandi lofttegunda.

Þar sem ekki liggur fyrir hversu mikið magn á ári, hvaða úrgang á að brenna í ofninum, né hvaða áhrif verða á nærliggjandi byggð fer skipulagsnefnd fram á umhverfismat.

Skipulagsnefnd - 238. fundur - 06.07.2016

Sveitarstjórn Hörgársveitar bókaði á fundi sínum 16. júní 2016 að ekki væri gerð athugasemd við að starfsleyfi verði veitt í eitt ár vegna brennsluofns til að brenna áhættuvefi á lóð B. Jensen.

Sveitarstjórn tekur undir álit skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. maí 2016 og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna að lausn í samvinnu við önnur sveitarfélög á Norðurlandi og í samræmi við Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026.
Lagt fram til kynningar.