Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra

1. fundur 08. janúar 2013 kl. 13:00 - 13:53 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Jón Heiðar Jónsson
  • Lilja Guðmundsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Jón Heiðar Daðason gestur
Starfsmenn
  • Leifur Kristján Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá

1.Viðurkenningar samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra 2012

Málsnúmer 2012121211Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra veitti Icelandair hótel, Þingvallastræti 23, viðurkenningu fyrir gott aðgengi á Alþjóðadegi fatlaðra þann 3. desember sl.

2.Ný byggingarreglugerð 2013 - breytingar eftir gildistöku

Málsnúmer 2013010042Vakta málsnúmer

Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri byggingarmála fór yfir breytingar sem gerðar voru á byggingarreglugerð um áramótin.

Frestað.

Formaður samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra óskar eftir að nefndarmenn skoði kröfur reglugerðarinnar hvað varðar málefni fatlaðra og komi athugasemdum eða ábendingum til sín.

3.Þórunnarstræti 99 - skammtímavistun fyrir fatlaða

Málsnúmer 2012090189Vakta málsnúmer

Farið yfir teikningar og þær hugmyndir sem fram hafa komið um breytingu á Þórunnarstæti 99 (gamla Húsmæðraskólanum) í skammtímavistun fyrir fatlaða.

Samstarfsnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi teikningar og fagnar fyrirhugaðri nýtingu á húsnæðinu.

4.Aðgengi að bílastæðum við Skipagötu fyrir fatlaða

Málsnúmer 2012121158Vakta málsnúmer

Rætt var um bílastæði fyrir fatlaða sem staðsett eru á bílastæðareitnum við Skipagötu. Þau séu of mjó til að henta fötluðum auk þess sem mörg þeirra eru illa staðsett og ekki í hæð við gönguleiðir.

Frestað.

Fundi slitið - kl. 13:53.