Þórunnarstræti 99 - skammtímavistun fyrir fatlaða

Málsnúmer 2012090189

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 213. fundur - 21.09.2012

Lagðar fram til kynningar verðkannanir sem gerðar hafa verið er varða hönnun hússins. Samið var við lægstbjóðendur í hverri verðkönnun sem voru eftirfarandi:
Arkitektahönnun - Gísli Kristinsson Arkitektúr.is, Rafhönnun - Verkís, Burðarþol og lagnir - AVH.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 215. fundur - 16.11.2012

Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingum á húsnæðinu.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 08.01.2013

Farið yfir teikningar og þær hugmyndir sem fram hafa komið um breytingu á Þórunnarstæti 99 (gamla Húsmæðraskólanum) í skammtímavistun fyrir fatlaða.

Samstarfsnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi teikningar og fagnar fyrirhugaðri nýtingu á húsnæðinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 219. fundur - 18.01.2013

Farið yfir stöðuna á væntanlegum framkvæmdum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 220. fundur - 01.02.2013

Rætt um stöðuna á væntanlegum framkvæmdum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 222. fundur - 22.03.2013

Lagt fram bréf dags. 18. mars 2013 vegna óska um búnaðarkaup fyrir skammtímavistunina.

Afgreiðslu frestað.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 223. fundur - 05.04.2013

Lögð fram stöðuskýrsla 2 vegna framkvæmdanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 224. fundur - 03.05.2013

Lagðar fram til kynningar niðurstöður á opnun tilboða í verklegar framkvæmdir í Þórunnarstræti 99. Alls bárust fjögur tilboð í verkið:
ÁK smíði - kr. 170.554.262 - 116%
Hyrna - kr. 170.907.391 - 117%
L&S verktakar - kr. 162.979.896 - 111%
Tréverk - kr. 170.083.433 - 116%
Kostnaðaráætlun - kr. 146.515.590 - 100%

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 225. fundur - 17.05.2013

Farið yfir tilboðin í verklegar framkvæmdir í Þórunnarstræti 99 og lögð fram stöðuskýrsla 3 fyrir framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við L og S verktaka á grundvelli tilboðs.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 271. fundur - 04.12.2015

Kynning á viðurkenningu fyrir gott aðgengi sem Fasteignum Akureyrarbæjar var afhent á alþjóðlega degi fatlaðra fimmtudaginn 3. desember sl.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar fagnar viðurkenningunni og því hvernig til tókst með framkvæmdina.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti á fundinn kl. 08:30.