Rannsókn - The knowledge of Icelandic by immigrants in Akureyri

Málsnúmer 2012070127

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 110. fundur - 01.08.2012

Markus Meckl dósent við Háskólann á Akureyri kom á fundinn og kynnti rannsókn sem hann vinnur að um íslenskuþekkingu innflytjenda á Akureyri.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000.

Guðrún Þórsdóttir V-lista mætti til fundar kl. 17:14.

Samfélags- og mannréttindaráð - 122. fundur - 06.03.2013

Í samvinnu Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri var í lok árs 2012 unnin rannsókn meðal íbúa af erlendum uppruna. Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þennan fjölbreytta hóp með það að leiðarljósi að geta í framhaldinu aðstoðað við að bæta stöðu. Spurningar sem lagðar voru fyrir snerust um bakgrunn, þekkingu á íslenskum dægurmálum og íslenskri tungu, atvinnustöðu og skoðanir á samfélaginu. Kjartan Ólafsson lektor og Markus Meckl dósent við Háskólann á Akureyri mættu á fundinn og kynntu niðurstöður.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Kjartani og Markusi fyrir kynninguna. Ráðið mun vinna áfram með upplýsingarnar sem fram komu.

Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir S-lista mætti til fundar kl. 17:10.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:12.

Samfélags- og mannréttindaráð - 123. fundur - 20.03.2013

Umræður um frekari greiningar á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var meðal íbúa af erlendum uppruna og kynnt var á fundi samfélags- og mannréttindaráðs 6. mars sl.

Samfélags- og mannréttindaráð - 127. fundur - 05.06.2013

Í samvinnu Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri var í lok árs 2012 lagður spurningalisti fyrir íbúa af erlendum uppruna. Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þennan fjölbreytta hóp með það að leiðarljósi að geta í framhaldinu aðstoðað við að bæta stöðu. Spurningar sem lagðar voru fyrir snerust um bakgrunn, þekkingu á íslenskum dægurmálum og íslenskri tungu, atvinnustöðu og skoðanir á samfélaginu. Kjartan Ólafsson lektor og Markus Meckl dósent við Háskólann á Akureyri kynntu niðurstöður.
Bæjarfulltrúarnir Logi Már Einarsson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista voru gestir fundarins undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Kjartani og Markusi fyrir kynninguna.

Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir S-lista mætti til fundar kl. 17:20.

Samfélags- og mannréttindaráð - 138. fundur - 11.12.2013

Lögð fram lokaskýrsla rannsóknar sem unnin var í samvinnu Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri og snerist um að afla upplýsinga um íbúa af erlendum uppruna. Spurningar sem lagðar voru fyrir snerust um bakgrunn, þekkingu á íslenskum dægurmálum og íslenskri tungu, atvinnustöðu og skoðanir á samfélaginu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar skýrsluhöfundum fyrir samstarfið.