Súlur Björgunarsveitin á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2012100020

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 123. fundur - 20.03.2013

Erindi dags. 2. október 2012 þar sem óskað er eftir áframhaldandi samningi milli Akureyrarbæjar og Súlna Björgunarsveitar á Akureyri.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að gera samning til þriggja ára við björgunarsveitina Súlur og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi.