Öldungaráð

1. fundur 03. febrúar 2016 kl. 14:00 - 15:40 Rósenborg - fundarherbergi samfélagssviðs 2. hæð (austur)
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Sigurður Hermannsson varaformaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halldór Gunnarsson
  • Anna G Thorarensen
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Samþykkt um Öldungaráð Akureyrarkaupstaðar

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Samþykktin lögð fram
Framkvæmdastjóra falið að senda út tilkynningu til formanna nefnda og embættismanna um að ráðið sé tekið til starfa. Minnt sérstaklega á ákvæði 3. gr.: "Nefndir og ráð bæjarins skulu senda öldungaráði til umsagnar málefni, sem varða stefnumótun og þjónustu við eldri borgara og vera í samráði um hagsmuni þessa aldurshóps".

2.Skipan ráðsins

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Fulltrúar bæjarstjórnar:

Dagbjört Pálsdóttir, formaður

Gunnar Gíslason

Varamaður: Guðmundur Baldvin Guðmundsson



Fulltrúar félags eldri borgara:

Sigurður Hermannsson

Halldór Gunnarsson

Anna G. Thorarensen

Varamaður: Arnheiður Kristinsdóttir

3.Kosning varaformanns skv. 4. grein í samþykkt um ráðið.

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Kosinn varaformaður
Öldungaráð kýs Sigurð Hermannsson sem varaformann ráðsins.

4.Störf ráðsins og verkefni

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Rætt um verkefni ráðsins og áherslur á árinu.
Ráðið samþykkir að afla upplýsinga og fá heimsóknir frá þeim sem sjá um þjónustu við eldri borgara og fara í skoðunarferðir og efna til fundarhalda. Þetta gildir m.a. um öldrunarheimilin, búsetudeild, heimahjúkrun og aðra þjónustu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Einnig rætt um úttekt á öldrunarheimilum bæjarins, en skýrsla liggur nú fyrir.

Ráðið mun einnig láta sig varða ýmsa fleiri þætti t.d. skipulag bæjarins og leiðakerfi SVA.

Einnig mun ráðið fá til kynningar niðurstöður af þingi um farsæla öldrun sem fór fram á síðasta ári og einnig frá málþingi um félagsstarf sem haldið var í nóvember sl.

5.Ákvörðun um næsta fund

Málsnúmer 2019020301Vakta málsnúmer

Rætt um fundartíma
Ákveðið að næsti fundur verði haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 14.

Ráðið óskar eftir að fulltrúar frá Öldrunarheimilum Akureyrar, búsetudeild og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á fundinn til að gefa upplýsingar um þjónustu og svara spurningum ráðsmanna.

Fundi slitið - kl. 15:40.