Bæjarstjórn

3328. fundur 16. október 2012 kl. 16:13 - 19:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Logi Már Einarsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa A-lista í skipulagsnefnd svohljóðandi:
Jón Einar Jóhannsson tekur sæti aðalmanns í stað Sigurðar Guðmundssonar á tímabilinu 15. október til 10. nóvember 2012.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Aðalskipulag Akureyrar, breyting á íbúðar- og stofnanasvæði í Giljahverfi - skipulagslýsing

Málsnúmer 2012100018Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna breytingar á íbúðar- og stofnanasvæði í Giljahverfi. Lýsingin er dags. 10. október 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Drottningarbraut, siglingaklúbburinn Nökkvi - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer SN090090Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2012:
Innkomið bréf dags. 19. september 2012 frá Skipulagsstofnun vegna yfirferðar á málsmeðferð vegna deiliskipulags Höepfnersbryggju og aðstöðusvæðis siglingaklúbbsins Nökkva. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, sjá nánar í meðfylgjandi bréfi.
Skipulagsnefnd fellst ekki á athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur til við bæjarstjórn að skipulagsstjóra verði falið að rökstyðja ástæður þeirrar afstöðu og auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Stórholt og Lyngholt - deiliskipulag

Málsnúmer 2012020150Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2012:
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Stórholts og Lyngholts sem var auglýst frá 13. júní til 26. júlí 2012 í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu.
Óskað var eftir umsögn Vegagerðarinnar um núverandi aðkomu að lóð Lyngholts 16 frá Hörgárbraut.
Í svarbréfi Vegagerðarinnar dags. 24. september 2012 er bent á að aðkoman að Lyngholti 16 er frá Hörgárbraut sem er stofnbraut með mikilli umferð. Vegagerðin samþykkir því ekki að tengingin verði fest í sessi í deiliskipulagi og leggur til að núverandi tengingu verði lokað og önnur lausn fundin á aðkomu að lóðinni.
Haldinn var fundur þann 25. september sl. með hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis um breytingar á aðkomunni.
Skipulagsnefnd samþykkir að hluti göngustígs verði skilgreindur sem ökusvæði sem aðkoma að lóðinni nr. 16 við Lyngholt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Brekatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012090222Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2012:
Erindi dags. 24. september 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2 við Brekatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og breytingartillögu.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir geymslur sem verða niðurgrafnar og niðurfellingu á heimild til að byggja 13 hæða fjölbýlishús í stað 9 hæða húss og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

6.Samþykkt fyrir Afrekssjóð Akureyrar

Málsnúmer 2012050140Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 4. október 2012:
2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 27. september 2012:
Drög að endurskoðaðri Samþykkt Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrarbæjar frá stjórn sjóðsins lögð fram til afgreiðslu íþróttaráðs.
Drög að endurskoðaðri Samþykkt Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrarbæjar samþykkt og vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Sjóðurinn fær nýtt heiti: Afrekssjóður Akureyrar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt fyrir Afrekssjóð Akureyrar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Framtíð innanlandsflugs - áhrif af flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur

Málsnúmer 2012100083Vakta málsnúmer

Umræða um helstu niðurstöður skýrslu um áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur.

Lögð var fram tillaga að bókun svohljóðandi:

 

Vegna umræðu um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni vill bæjarstjórn Akureyrar minna á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til Reykjavíkur eru forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig sínar höfuðstöðvar.

Bæjarstjórn hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Bæjarstjórn vekur jafnframt athygli á helstu niðurstöðum í nýútkominni skýrslu KPMG og lýsir yfir vilja sínum til frekari viðræðna við borgaryfirvöld um málið.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Ferðaþjónustan - auknar álögur

Málsnúmer 2012100092Vakta málsnúmer

Rætt um hvaða áhrif auknar álögur á ferðaþjónustuna hafi á greinina á Norðurlandi.

Lögð var fram tillaga að bókun svohljóðandi:

 

Bæjarstjórn Akureyrar hvetur Ríkisstjórn Íslands til að láta kanna hvaða áhrif fyrirhugaðar breytingar virðisaukaskatts á gistingu sem og hækkun vörugjalda af bílaleigubílum hefur á ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Stefnuumræða/stöðuskýrsla í bæjarstjórn 2012 - Norðurorka hf

Málsnúmer 2012010347Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Norðurorku hf.
Geir Kristinn Aðalsteinsson bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Norðurorku hf gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

 

10.Stefnuumræða/stöðuskýrsla í bæjarstjórn 2012 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2012010347Vakta málsnúmer

Starfsáætlun félagsmálaráðs.
Inda Björk Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

 

11.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 2., 4. og 11. október 2012
Skipulagsnefnd 10. október 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 10. október 2012
Framkvæmdaráð 5. október 2012
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 5. október 2012
Stjórn Akureyrarstofu 4. október 2012
Skóla

Fundi slitið - kl. 19:25.